Mollie Hughes sló heimsmet Vilborgar Örnu Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 09:42 Mollie Hughes var 58 daga á Suðurpólinn. Instagram/Hamish Frost Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes. Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes.
Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06
Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07
Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40