Guðjón Valur: Á liðsfélögunum allt að þakka Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 11. janúar 2020 07:00 Guðjón Valur í Malmö Arena. Hinn fertugi landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, er mættur á sitt 22. stórmót á ferlinum sem er ótrúlegur áfangi. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að hann er ekkert að gefa eftir. „Það sem drífur mig áfram er áhuginn. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þegar maður mætir og sér áhuginn stigmagnast þá er þetta ótrúlega drífandi. Þetta eru verðlaunin að standa sig ágætlega með sínu félagsliði og halda sér í formi,“ sagði Guðjón Valur í Malmö Arena á lokaæfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld. Ótrúlegur ferill Guðjóns Vals hefur skilað honum mörgum metum en hann þvertekur fyrir að spá mikið í þeim. „Þetta er bara eitt mót og leikur í einu. Það er gaman að setja einhver met en það er líka gaman að sjá liðsfélagana þegar maður nær áföngum því þetta er liðsíþrótt og ég á liðsfélögunum allt að þakka. Markmiðið er alltaf gengi liðsins,“ segir fyrirliðinn en hvernig líst honum á liðið sem er komið til Svíþjóðar núna? „Mér líst mjög vel á þetta. Það eru spennandi tímar núna og fram undan. Það fæðist bjartsýni hjá manni í janúar en hversu langt það fleytir okkur veit ég ekki. Það er líka þessi óvissa sem er svo gaman að taka þátt í.“ Heimsmeistararnir með meirihluta hússins bíða í kvöld og það er spennandi og krefjandi verkefni. „Það er ótrúlega gaman og líka gott að það séu 1.000 Íslendingar. Við höfum lagt leikinn vel upp og ákveðnar áherslur í vörn og sókn sem eiga að hjálpa okkur. Útilínan þarf að komast í stöðu maður á mann. Þeir eru mjög sterkir þar.“ Klippa: Guðjón Valur á enn einu stórmótinu EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Mensah: Alexander er eldri en ég en í betra formi Danska stórskyttan Mads Mensah hlakkar mikið til að spila gegn Íslandi þar sem hann á góða vini. 10. janúar 2020 15:00 Strákarnir okkar fylgdu í fótspor Rolling Stones og Johnny Cash | Myndir Íslenska landsliðið í handknattleik tók sína fyrstu æfingu í Malmö klukkan 16.00 í dag en þeir þurftu að losa sig við ferðaþreytuna enda á ferðalagi alla síðustu nótt. 9. janúar 2020 22:45 Aron: Erum í hálfgerðum dauðariðli Aron Pálmarsson, stjarna handboltalandsliðsins, segist vera algjörlega heill heilsu og er klár í átökin á EM. 10. janúar 2020 08:00 Hans: Foreldrar mínir styðja Ísland og væru sátt við jafntefli Hinn íslenskættaði Hans Lindberg verður í liði Dana gegn Íslandi á morgun. Hann á íslenska foreldra sem verða að sjálfsögðu í stúkunni. 10. janúar 2020 12:45 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Hinn fertugi landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, er mættur á sitt 22. stórmót á ferlinum sem er ótrúlegur áfangi. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að hann er ekkert að gefa eftir. „Það sem drífur mig áfram er áhuginn. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þegar maður mætir og sér áhuginn stigmagnast þá er þetta ótrúlega drífandi. Þetta eru verðlaunin að standa sig ágætlega með sínu félagsliði og halda sér í formi,“ sagði Guðjón Valur í Malmö Arena á lokaæfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld. Ótrúlegur ferill Guðjóns Vals hefur skilað honum mörgum metum en hann þvertekur fyrir að spá mikið í þeim. „Þetta er bara eitt mót og leikur í einu. Það er gaman að setja einhver met en það er líka gaman að sjá liðsfélagana þegar maður nær áföngum því þetta er liðsíþrótt og ég á liðsfélögunum allt að þakka. Markmiðið er alltaf gengi liðsins,“ segir fyrirliðinn en hvernig líst honum á liðið sem er komið til Svíþjóðar núna? „Mér líst mjög vel á þetta. Það eru spennandi tímar núna og fram undan. Það fæðist bjartsýni hjá manni í janúar en hversu langt það fleytir okkur veit ég ekki. Það er líka þessi óvissa sem er svo gaman að taka þátt í.“ Heimsmeistararnir með meirihluta hússins bíða í kvöld og það er spennandi og krefjandi verkefni. „Það er ótrúlega gaman og líka gott að það séu 1.000 Íslendingar. Við höfum lagt leikinn vel upp og ákveðnar áherslur í vörn og sókn sem eiga að hjálpa okkur. Útilínan þarf að komast í stöðu maður á mann. Þeir eru mjög sterkir þar.“ Klippa: Guðjón Valur á enn einu stórmótinu
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Mensah: Alexander er eldri en ég en í betra formi Danska stórskyttan Mads Mensah hlakkar mikið til að spila gegn Íslandi þar sem hann á góða vini. 10. janúar 2020 15:00 Strákarnir okkar fylgdu í fótspor Rolling Stones og Johnny Cash | Myndir Íslenska landsliðið í handknattleik tók sína fyrstu æfingu í Malmö klukkan 16.00 í dag en þeir þurftu að losa sig við ferðaþreytuna enda á ferðalagi alla síðustu nótt. 9. janúar 2020 22:45 Aron: Erum í hálfgerðum dauðariðli Aron Pálmarsson, stjarna handboltalandsliðsins, segist vera algjörlega heill heilsu og er klár í átökin á EM. 10. janúar 2020 08:00 Hans: Foreldrar mínir styðja Ísland og væru sátt við jafntefli Hinn íslenskættaði Hans Lindberg verður í liði Dana gegn Íslandi á morgun. Hann á íslenska foreldra sem verða að sjálfsögðu í stúkunni. 10. janúar 2020 12:45 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Mensah: Alexander er eldri en ég en í betra formi Danska stórskyttan Mads Mensah hlakkar mikið til að spila gegn Íslandi þar sem hann á góða vini. 10. janúar 2020 15:00
Strákarnir okkar fylgdu í fótspor Rolling Stones og Johnny Cash | Myndir Íslenska landsliðið í handknattleik tók sína fyrstu æfingu í Malmö klukkan 16.00 í dag en þeir þurftu að losa sig við ferðaþreytuna enda á ferðalagi alla síðustu nótt. 9. janúar 2020 22:45
Aron: Erum í hálfgerðum dauðariðli Aron Pálmarsson, stjarna handboltalandsliðsins, segist vera algjörlega heill heilsu og er klár í átökin á EM. 10. janúar 2020 08:00
Hans: Foreldrar mínir styðja Ísland og væru sátt við jafntefli Hinn íslenskættaði Hans Lindberg verður í liði Dana gegn Íslandi á morgun. Hann á íslenska foreldra sem verða að sjálfsögðu í stúkunni. 10. janúar 2020 12:45