Handbolti

Hansen: Guðjón Valur virðist ekki eldast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hansen í leik með Dönum. Það verður erfitt að eiga við hann í kvöld.
Hansen í leik með Dönum. Það verður erfitt að eiga við hann í kvöld. vísir/getty

Stórskyttan Mikkel Hansen er handviss um að leikurinn gegn Íslandi í kvöld eigi eftir að verða erfiður fyrir heims- og Ólympíumeistarana.

„Mér líður vel. Það er alltaf gaman að spila gegn Íslandi sem er lið sem spilar með hjartanu. Þeir berjast fyrir sínu og því erfitt að byrja mótið á þessum leik,“ sagði Hansen en hvernig líst honum á að mæta Guðmundi Guðmundssyni sem þjálfaði danska liðið áður?

„Við erum breytt lið núna og spilum aðeins öðruvísi. Það verður áhugavert að spila gegn Guðmundi. Við vitum að hann undirbýr liðið sitt mjög vel. Við gerum það líka.“

Hansen spilar fyrir stórlið PSG þar sem íslenski landsliðsfyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, spilar einnig en þeir eru fínir félagar.

„Hann er frábær leikmaður og virðist ekki eldast. Ég held að þegar ég er hættur þá verður hann enn að spila í góðu liði. Hann er mikill fagmaður og margir góðir leikmenn í íslenska liðinu.“

Klippa: Mikkel Hansen um Íslandsleikinn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×