Gular og appelsínugular viðvaranir frá hádegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:10 Vindaspáin fyrir kvöldið ber með sér hvassviðri á miðhálendinu, suðvesturhorninu og Vestfjörðum. Veðurstofa Íslands Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris við Faxaflóa í dag. Hún tekur gildi á hádegi og stendur yfir til klukkan 21 í kvöld. Gular og appelsínugular viðvaranir taka jafnframt gildi á Suðurlandi og miðhálendinu í hádeginu og má þar gera ráð fyrir erfiðu ferðaveðri. Eftir því sem líður á daginn skánar veðrið syðst en versnar eftir því sem vestar dregur. Þannig tekur gul viðurvörun gildi við Breiðafjörð seinni partinn áður en appelsínugult ástand tekur við á Vestfjörðum vegna hríðarveðurs. Gert er ráð fyrir að það standi fram yfir hádegi á morgun, laugardag. Vindur verður víða á bilinu 15-23 m/s á Suðvesturhorninu í hádeginu í dag og má gera ráð fyrir vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll, ekki síst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Ökumenn eru því beðnir um að hafa hugann við aksturinn og gæta að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Búist er við afmörkuðum samgöngutruflunum á Suðurlandi seinni partinn og ekki útilokað að vegum verði lokað. Fólk er hvatt til að sýna aðgát á Suðurlandi og ganga frá lausum munum til að forðast tjon. Á Breiðafirði og miðhálendinu er aukinnheldur spáð snjókomu og skafrenningi. Því er ekki útilokað að skyggni verði mjög lítið á köflum og því eru ferðalög ekki sögð æskileg. Af appelsínugulu viðvöruninni á Vestfjörðum er sömu sögu að segja; búast má við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagang með skafrenning og lélegu skyggni, einkum í ofankomu. Áframhaldandi slæm akstursskilyrði, samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám í dag. Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris við Faxaflóa í dag. Hún tekur gildi á hádegi og stendur yfir til klukkan 21 í kvöld. Gular og appelsínugular viðvaranir taka jafnframt gildi á Suðurlandi og miðhálendinu í hádeginu og má þar gera ráð fyrir erfiðu ferðaveðri. Eftir því sem líður á daginn skánar veðrið syðst en versnar eftir því sem vestar dregur. Þannig tekur gul viðurvörun gildi við Breiðafjörð seinni partinn áður en appelsínugult ástand tekur við á Vestfjörðum vegna hríðarveðurs. Gert er ráð fyrir að það standi fram yfir hádegi á morgun, laugardag. Vindur verður víða á bilinu 15-23 m/s á Suðvesturhorninu í hádeginu í dag og má gera ráð fyrir vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll, ekki síst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Ökumenn eru því beðnir um að hafa hugann við aksturinn og gæta að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Búist er við afmörkuðum samgöngutruflunum á Suðurlandi seinni partinn og ekki útilokað að vegum verði lokað. Fólk er hvatt til að sýna aðgát á Suðurlandi og ganga frá lausum munum til að forðast tjon. Á Breiðafirði og miðhálendinu er aukinnheldur spáð snjókomu og skafrenningi. Því er ekki útilokað að skyggni verði mjög lítið á köflum og því eru ferðalög ekki sögð æskileg. Af appelsínugulu viðvöruninni á Vestfjörðum er sömu sögu að segja; búast má við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagang með skafrenning og lélegu skyggni, einkum í ofankomu. Áframhaldandi slæm akstursskilyrði, samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám í dag.
Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira