Körfubolti

Danielle ráðin aðstoðarþjálfari landsliðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danielle Rodriguez hefur bæst við þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta.
Danielle Rodriguez hefur bæst við þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. mynd/kkí

Danielle Rodriguez hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta.

Hún lék í fjögur ár hér á landi við góðan orðstír en lagði skóna á hilluna í vor. Þá var hún ráðin aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar.

Meðfram því aðstoðar hún Benedikt Guðmundsson við þjálfun kvennalandsliðsins sem kemur saman til æfinga um helgina. Í fyrra var Danielle aðstoðarþjálfari U-20 ára landsliðs kvenna.

Benedikt valdi nítján leikmenn í æfingahóp íslenska liðsins. Hann má sjá hér fyrir neðan.

Æfingahópur íslenska landsliðsins

  • Ásta Júlía Grímsdóttir - Valur/HBU, USA
  • Ástrós Lena Ægisdóttir - KR
  • Birna Valgerður Benónýsdóttir - Kelavík/Binghamton, USA
  • Bríet Sif Hinriksdóttir - Haukar
  • Dagbjört Dögg Karlsdóttir - Valur
  • Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur/University of Tulsa, USA
  • Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík
  • Eva Margrét Jónsdóttir - Haukar
  • Guðbjörg Sverrisdóttir - Valur
  • Hallveig Jónsdóttir - Valur
  • Hildur Björg Kjartansdóttir - KR
  • Isabella Ósk Sigurðardóttir - Breiðablik
  • Katla Rún Garðarsdóttir - Keflavík
  • Lovísa Björt Henningsdóttir - Haukar
  • Margrét Kara Sturludóttir - KR
  • Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík
  • Sara Rún Hinriksdóttir - Leicester Riders, England
  • Sóllilja Bjarnadóttir - Breiðablik
  • Þóra Kristín Jónsdóttir - Haukar

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er meidd, Helena Sverrisdóttir barnshafandi og Sylvía Rún Hálfdanardóttir gaf ekki kost að sér að þessu sinni. Þá eru Þóranna Kika Hodge-Carr, Sigrún Björg Ólafsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir komnar til Bandaríkjanna þar sem þær leika í háskólaboltanum.

Framundan eru leikir í undankeppni EM kvenna en það kemur í ljós í byrjun september hjá FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandinu, hvort af þeim landsliðsgluggum, sem eru á dagskrá í nóvember og febrúar, verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×