Hvatti forseta til að „sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 16:06 Ágúst Ólafur sparaði ekki stóru orðin um ríkisstjórnina á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira