Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:30 Kona af þjóðflokknum Ovahimba gefur barni sínu brjóst en rétt er að geta þess að þann þjóðflokk er ekki að finna í Úganda heldur einungis Namibíu og Angóla. vísir/getty Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Úganda Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Úganda Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira