Fékk draumaverkefnið í Tókýó Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. janúar 2020 21:00 Sigrún Ásta Jörgensen stílisti og förðunarfræðingur segir að áföll hafi gert hana sterkari og hjálpað henni að fullorðnast. Mynd/Sigga Ella Stílistinn og förðunarfræðingurinn Sigrún Ásta Jörgensen fer til Japan í fyrramálið til að vinna tískuverkefni með Tessuti. Sigrún Ásta vinnur mest við auglýsingar hér á landi ásamt tískuverkefnum þess á milli. Hún segir að það sé algjör draumur að fá að vinna svona stórt verkefni erlendis og vonar að það opni enn fleiri spennandi dyr. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig og frábært að komast inn í Tessuti teymið. Líka frábært að vinna með þeim.“ Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og selur nú yfir 100 hönnunarlínur fyrir konur og karla frá virtustu hönnunarmerkjum í heimi og nýjum hönnuðum sem eru að slá í gegn. Sigrún vann fyrst með fyrirtækinu í myndatökum hér á landi síðasta sumar. „Ég var fyrst ráðin inn sem sminka en svo sáu þeir að ég væri stílisti líka og ákváðu að fá mig í bæði. Venjulega geri ég ekki bæði fyrir svona stór verkefni, að minnsta kosti ekki ein. Síðan var ég ráðinn inn sem yfir stílisti og yfir sminka Anna Clausen stílisti og Ástrósu Erla sminka voru síðan að að vinna með mér í verkefninu. Við vorum eins og vel smurð vél. Erlenda teymið var rosalega ánægt með frammistöðuna okkar sem teymi með og vorum við alltaf búnar á undan áætlun.“ Sigrún segir að það hafi verið góð tilfinning að vita að allir voru ánægðir með þeirra vinnubrögð. „Þetta var mjög vel greitt verkefni, ég var að vinna við áhugamálið mitt og þetta var ótrúlega gaman. Þetta voru fyrstu tökurnar mínar þar sem ég var alveg yfir og gekk alveg ótrúlega vel. Þetta voru nokkrir tökudagar úti á landi og við vorum á nokkrum stöðum svo þetta var skemmtilegt ferðalag með stóru teymi. Við unnum 18 klukkutíma á dag í þrjá daga, mikil keyrsla en allt pottþétt.“ View this post on Instagram A post shared by Tessuti (@tessutiuk) on Nov 1, 2019 at 9:00am PDT Stolt af sjálfri sér 15 manna teymi kom hingað til landsins síðasta sumar á vegum Tessuti, þar á meðal þrjú erlend módel. Með þeim voru svo Íslensk módel í tökunum. Í lok síðasta tökudags var Sigrúnu sagt að þau myndu pottþétt vinna með henni aftur í framtíðinni. Hana óraði þó ekki fyrir því að nokkrum mánuðum síðar fengi hún boð um stórt verkefni í Tókýó. „Þetta er mjög sjaldgæft tækifæri og algjör draumur að rætast hjá mér. Þegar þetta kom upp hugsaði ég með mér að kannski er ég bara svolítið góð í vinnunni minni, er bara kannski að standa mig dálítið vel.“ Sigrún segir að hún hafi verið glöð en umfram allt mjög stolt af sjálfri sér. „Ég er nefnilega nýkomin úr pásu, ég tók mér hlé til að vinna í andlegu hliðinni og svo var ég í fæðingarorlofi. Ég hélt að ég þyrfti að vinna mig svo mikið upp en síðan ég byrjaði aftur að vinna hefur allt gengið ótrúlega vel og mér líður líka vel. Mér finnst núna eins og það séu engar hindranir. Það er allt á uppleið og ég á bara vera stolt af því sem ég hef náð að komast yfir og afreka.“ Það sem hefur hjálpað henni mikið er að vinna úr áföllum sínum og fann hún jákvæðnina aftur eftir Dale Carnegie námskeið og sálfræðimeðferð. „Þó að maður sé ekki að glíma við eitthvað þá á maður alltaf að vinna í sjálfum sér. Það er ótrúlega hollt að sækja sér hjálp.“ Sigrún ásamt eiginmanni sínum og stjúpdóttur. Sigrún segir að eiginmaðurinn Davíð sé hennar helsti stuðningsaðili og hvetji hana áfram í öllum verkefnum.Úr einkasafni Fullorðnaðist eftir áföllin Síðustu ár hafa verið Sigrúnu einstaklega erfið. Bent bróðir hennar tók eigið líf í maí árið 2015. Systkinin voru mjög náin, aðeins ár var á milli þeirra í aldri og var þetta mikið áfall. Stuttu síðar var Sigrún svo hætt komin sjálf eftir mikinn blóðmissi vegna utanlegsfósturs. „Þessi tvö ár þar hafa mótað mig mest í lífinu, þar sem þetta gerðist allt á svo stuttum tíma. Að missa bróður minn, að missa afa minn sem var mín föðurímynd og svo að deyja næstum því sjálf vegna innvortis blæðinga. Allt þetta lét mig vilja gera meira úr sjálfri mér. Ég fullorðnaðist mikið á þessu. Það sem mótaði mig mest voru þessi áföll sem gerðu mig sterkari.“ Sigrún segist líka vera þakklátari fyrir líf sitt og það sem hún hefur. Ári eftir utanlegsfóstrið hafði hún eignast tvíbura, þá Bent og George. Fyrir átti hún eina stjúpdóttur. Sigrún með syni sína, George og Bent.Úr einkasafni „65 prósent af blóðinu fór í magann minn og ég missti annan eggjaleiðarann. Þar sem ég er líka með legslímuflakk og blöðrur á eggjastokkunum þá hélt ég að það væri bara ekkert í myndinni fyrir mig að eignast sjálf barn. Ég var búin að gefast upp á því þannig að þegar ég var ólétt var ég svo hamingjusöm, þegar ég fékk að vita að það væru tvö þá sprakk ég úr hamingju.“ Hún segist hafa náð að vinna úr sínum áföllum og komast út úr sorginni. „Maður lifir með sorginni. Ég var með áfallastreituröskun og ofsakvíða og þó að ég sé ennþá með smá kvíða í dag þá hef ég með mikilli sjálfsvinnu náð að losna út úr þessu. Maður heldur oft að maður sé fastur en maður er ekki fastur og þarf ekki að vera fastur, heldur bara taka skrefið í átt að því að byrja að vinna í sjálfum sér. Fara út fyrir þennan þægindaramma sem maður er alltaf í. Maður er alltaf í þessu boxi og þarf að kippa sér úr því.“ Sigrún segir að það heilli hana mikið að flytja erlendis tímabundið til þess að vinna fleiri tískuverkefni.Aðsend mynd Hefði „fríkað út“ Hún er þakklát fyrir að hafa náð að vinna vel í sjálfri sér, því annars hefði hún kannski ekki stokkið á stílistaverkefnið í Tókýó. „Ef að þetta hefði komið fyrir tveimur árum síðan þá hefði ég fríkað út.“ Sigrún flýgur af stað á föstudaginn og lendir í Japan á laugardag en helgin fer í að undirbúa verkefnið. „Ég fæ fataslárnar og allt til mín seinnipartinn á sunnudag. Á mánudaginn verður svo fundað með teyminu frá Tessuti. Tökurnar verða á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og flýgur Sigrún aftur heim á föstudag. Fjórum erlendum fyrirsætum verður líka flogið út til Tókýó ásamt nokkurra manna teymi frá Tessuti og Liquid Agency. Ljósmyndarin“ View this post on Instagram A post shared by Tessuti (@tessutiuk) on Oct 28, 2019 at 11:30am PDT Hún er spennt fyrir tökunum þar sem þau munu flakka um borgina og sjá það besta sem hún hefur upp á að bjóða í leiðinni. „Þetta er vetrarherferð og mun því birtast fljótlega. Þetta verður notað í markaðsefni, auglýsingaherferðir, á veggina í verslunum þeirra og á Instagram. Þau eru með stór merki eins og Versace, Parajumpers og fleiri og þetta er allt gert í samráði við merkin. Hvert módel er kannski í nokkrum flíkum frá einu merki og það er ekki verið að blanda þeim saman. Við sýnum því þessi merki í mismunandi aðstæðum. Þetta eru mjög flott föt og mikið af dýrum og fínum gæðaflíkum.“ Erfitt að fá greitt Sigrún segir að það sé margt við fyrirkomulagið á Íslandi sem geri stílistum starfið erfiðara. Til dæmis sé úrvalið af dýrum hönnunarvörum frá stærstu tískuhúsunum stundum takmarkað og jafnvel dýrt að fá slíkar flíkur lánaðar fyrir verkefni og ekki alltaf í boði að fá þær lánaðar. Sigrún segir að til dæmis í Kaupmannahöfn sé staðan allt önnur, mun auðveldara fyrir stílista að skoða og nálgast vörur hönnuða fyrir myndatökur og önnur verkefni. Sjálf gæti hún hugsað sér að flytja þangað til þess að geta náð sér í fleiri spennandi tækifæri. „Þetta er erfiður bransi hérna heima og allt öðruvísi. Þegar stílistar hér heima þurfa að undirbúa tískumyndatöku þá þurfa þeir að fara út um allan bæ og keyra fram og til baka í heilan dag. Í London og Köben þá þarftu kannski bara að fara á einn stað, eða í mesta lagi tvo til þrjá og þú getur fengið þar allt sem þú þarft fyrir tökuna og alveg klikkaðar flíkur.“ View this post on Instagram A post shared by Sigrún Ásta Jörgensen (@stylist_makeupartist_) on Mar 28, 2018 at 9:29am PDT Annar stór galli á stílistastarfinu á Íslandi að hennar mati er svo að oft getur erfitt að fá greitt fyrir tískuverkefni. „Maður verður að hafa mikla ástríðu fyrir þessu til að geta gert þessa hluti frítt.“ Fatahönnuðir, tónlistarfólk og fleiri hafi oft lítið fjármagn í verkefnin og þá eru stílistar og förðunarfræðingar oft að vinna án þess að fá greitt, bara til þess að geta bætt verkefnunum og myndunum á sína ferilskrá. Staðan er þó allt önnur í kvikmyndagerð, þáttagerð og auglýsingaverkefnum. „Tískan á Íslandi er hægvaxandi. Nú eru nokkrir fatahönnuðir búnir að draga sig til baka einhvern veginn. Sem er virkilega leiðinlegt því að þetta eru sterkir fatahönnuðir sem komnir eru í pásu.“ Sigrún á tökustað.Aðsend mynd Draumur að heimsækja Tókýó Sigrún segir að það þurfi að styðja enn betur við fatahönnun hér á landi og hlúa að hönnuðum. „Mér finnst til dæmis að Hönnunarmiðstöð ætti að taka yfir RFF, Reykjavík Fashion Festival, og gera eitthvað stórt út úr því. Ef einhver gæti gert þetta flott þá eru það þau. Það mætti allavega koma meira fjármagn inn í tískugeirann á Íslandi til að örva hann. Það er of lítið úrval hérna, ég væri til í að geta prófað mig áfram og prófað meira nýtt. Gera meira af stærri verkefnum tengdum tísku. Að geta fengið almennilega greitt fyrir það væri auðvitað líka frábært.“ View this post on Instagram A post shared by Tessuti (@tessutiuk) on Oct 27, 2019 at 2:00am PDT Sigrún segir að þeir sem eru sjálfstætt starfandi í þessum bransa á Íslandi þurfi að vera duglegir að koma sér á framfæri og sækjast eftir verkefnum. „Verkefnið í Tokyo er draumaverkefnið mitt. Ég er að vinna við tísku, með yndislegu teymi og fer til Tókýó sem hefur verið draumur minn síðan ég man eftir mér.“ Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Stílistinn og förðunarfræðingurinn Sigrún Ásta Jörgensen fer til Japan í fyrramálið til að vinna tískuverkefni með Tessuti. Sigrún Ásta vinnur mest við auglýsingar hér á landi ásamt tískuverkefnum þess á milli. Hún segir að það sé algjör draumur að fá að vinna svona stórt verkefni erlendis og vonar að það opni enn fleiri spennandi dyr. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig og frábært að komast inn í Tessuti teymið. Líka frábært að vinna með þeim.“ Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og selur nú yfir 100 hönnunarlínur fyrir konur og karla frá virtustu hönnunarmerkjum í heimi og nýjum hönnuðum sem eru að slá í gegn. Sigrún vann fyrst með fyrirtækinu í myndatökum hér á landi síðasta sumar. „Ég var fyrst ráðin inn sem sminka en svo sáu þeir að ég væri stílisti líka og ákváðu að fá mig í bæði. Venjulega geri ég ekki bæði fyrir svona stór verkefni, að minnsta kosti ekki ein. Síðan var ég ráðinn inn sem yfir stílisti og yfir sminka Anna Clausen stílisti og Ástrósu Erla sminka voru síðan að að vinna með mér í verkefninu. Við vorum eins og vel smurð vél. Erlenda teymið var rosalega ánægt með frammistöðuna okkar sem teymi með og vorum við alltaf búnar á undan áætlun.“ Sigrún segir að það hafi verið góð tilfinning að vita að allir voru ánægðir með þeirra vinnubrögð. „Þetta var mjög vel greitt verkefni, ég var að vinna við áhugamálið mitt og þetta var ótrúlega gaman. Þetta voru fyrstu tökurnar mínar þar sem ég var alveg yfir og gekk alveg ótrúlega vel. Þetta voru nokkrir tökudagar úti á landi og við vorum á nokkrum stöðum svo þetta var skemmtilegt ferðalag með stóru teymi. Við unnum 18 klukkutíma á dag í þrjá daga, mikil keyrsla en allt pottþétt.“ View this post on Instagram A post shared by Tessuti (@tessutiuk) on Nov 1, 2019 at 9:00am PDT Stolt af sjálfri sér 15 manna teymi kom hingað til landsins síðasta sumar á vegum Tessuti, þar á meðal þrjú erlend módel. Með þeim voru svo Íslensk módel í tökunum. Í lok síðasta tökudags var Sigrúnu sagt að þau myndu pottþétt vinna með henni aftur í framtíðinni. Hana óraði þó ekki fyrir því að nokkrum mánuðum síðar fengi hún boð um stórt verkefni í Tókýó. „Þetta er mjög sjaldgæft tækifæri og algjör draumur að rætast hjá mér. Þegar þetta kom upp hugsaði ég með mér að kannski er ég bara svolítið góð í vinnunni minni, er bara kannski að standa mig dálítið vel.“ Sigrún segir að hún hafi verið glöð en umfram allt mjög stolt af sjálfri sér. „Ég er nefnilega nýkomin úr pásu, ég tók mér hlé til að vinna í andlegu hliðinni og svo var ég í fæðingarorlofi. Ég hélt að ég þyrfti að vinna mig svo mikið upp en síðan ég byrjaði aftur að vinna hefur allt gengið ótrúlega vel og mér líður líka vel. Mér finnst núna eins og það séu engar hindranir. Það er allt á uppleið og ég á bara vera stolt af því sem ég hef náð að komast yfir og afreka.“ Það sem hefur hjálpað henni mikið er að vinna úr áföllum sínum og fann hún jákvæðnina aftur eftir Dale Carnegie námskeið og sálfræðimeðferð. „Þó að maður sé ekki að glíma við eitthvað þá á maður alltaf að vinna í sjálfum sér. Það er ótrúlega hollt að sækja sér hjálp.“ Sigrún ásamt eiginmanni sínum og stjúpdóttur. Sigrún segir að eiginmaðurinn Davíð sé hennar helsti stuðningsaðili og hvetji hana áfram í öllum verkefnum.Úr einkasafni Fullorðnaðist eftir áföllin Síðustu ár hafa verið Sigrúnu einstaklega erfið. Bent bróðir hennar tók eigið líf í maí árið 2015. Systkinin voru mjög náin, aðeins ár var á milli þeirra í aldri og var þetta mikið áfall. Stuttu síðar var Sigrún svo hætt komin sjálf eftir mikinn blóðmissi vegna utanlegsfósturs. „Þessi tvö ár þar hafa mótað mig mest í lífinu, þar sem þetta gerðist allt á svo stuttum tíma. Að missa bróður minn, að missa afa minn sem var mín föðurímynd og svo að deyja næstum því sjálf vegna innvortis blæðinga. Allt þetta lét mig vilja gera meira úr sjálfri mér. Ég fullorðnaðist mikið á þessu. Það sem mótaði mig mest voru þessi áföll sem gerðu mig sterkari.“ Sigrún segist líka vera þakklátari fyrir líf sitt og það sem hún hefur. Ári eftir utanlegsfóstrið hafði hún eignast tvíbura, þá Bent og George. Fyrir átti hún eina stjúpdóttur. Sigrún með syni sína, George og Bent.Úr einkasafni „65 prósent af blóðinu fór í magann minn og ég missti annan eggjaleiðarann. Þar sem ég er líka með legslímuflakk og blöðrur á eggjastokkunum þá hélt ég að það væri bara ekkert í myndinni fyrir mig að eignast sjálf barn. Ég var búin að gefast upp á því þannig að þegar ég var ólétt var ég svo hamingjusöm, þegar ég fékk að vita að það væru tvö þá sprakk ég úr hamingju.“ Hún segist hafa náð að vinna úr sínum áföllum og komast út úr sorginni. „Maður lifir með sorginni. Ég var með áfallastreituröskun og ofsakvíða og þó að ég sé ennþá með smá kvíða í dag þá hef ég með mikilli sjálfsvinnu náð að losna út úr þessu. Maður heldur oft að maður sé fastur en maður er ekki fastur og þarf ekki að vera fastur, heldur bara taka skrefið í átt að því að byrja að vinna í sjálfum sér. Fara út fyrir þennan þægindaramma sem maður er alltaf í. Maður er alltaf í þessu boxi og þarf að kippa sér úr því.“ Sigrún segir að það heilli hana mikið að flytja erlendis tímabundið til þess að vinna fleiri tískuverkefni.Aðsend mynd Hefði „fríkað út“ Hún er þakklát fyrir að hafa náð að vinna vel í sjálfri sér, því annars hefði hún kannski ekki stokkið á stílistaverkefnið í Tókýó. „Ef að þetta hefði komið fyrir tveimur árum síðan þá hefði ég fríkað út.“ Sigrún flýgur af stað á föstudaginn og lendir í Japan á laugardag en helgin fer í að undirbúa verkefnið. „Ég fæ fataslárnar og allt til mín seinnipartinn á sunnudag. Á mánudaginn verður svo fundað með teyminu frá Tessuti. Tökurnar verða á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og flýgur Sigrún aftur heim á föstudag. Fjórum erlendum fyrirsætum verður líka flogið út til Tókýó ásamt nokkurra manna teymi frá Tessuti og Liquid Agency. Ljósmyndarin“ View this post on Instagram A post shared by Tessuti (@tessutiuk) on Oct 28, 2019 at 11:30am PDT Hún er spennt fyrir tökunum þar sem þau munu flakka um borgina og sjá það besta sem hún hefur upp á að bjóða í leiðinni. „Þetta er vetrarherferð og mun því birtast fljótlega. Þetta verður notað í markaðsefni, auglýsingaherferðir, á veggina í verslunum þeirra og á Instagram. Þau eru með stór merki eins og Versace, Parajumpers og fleiri og þetta er allt gert í samráði við merkin. Hvert módel er kannski í nokkrum flíkum frá einu merki og það er ekki verið að blanda þeim saman. Við sýnum því þessi merki í mismunandi aðstæðum. Þetta eru mjög flott föt og mikið af dýrum og fínum gæðaflíkum.“ Erfitt að fá greitt Sigrún segir að það sé margt við fyrirkomulagið á Íslandi sem geri stílistum starfið erfiðara. Til dæmis sé úrvalið af dýrum hönnunarvörum frá stærstu tískuhúsunum stundum takmarkað og jafnvel dýrt að fá slíkar flíkur lánaðar fyrir verkefni og ekki alltaf í boði að fá þær lánaðar. Sigrún segir að til dæmis í Kaupmannahöfn sé staðan allt önnur, mun auðveldara fyrir stílista að skoða og nálgast vörur hönnuða fyrir myndatökur og önnur verkefni. Sjálf gæti hún hugsað sér að flytja þangað til þess að geta náð sér í fleiri spennandi tækifæri. „Þetta er erfiður bransi hérna heima og allt öðruvísi. Þegar stílistar hér heima þurfa að undirbúa tískumyndatöku þá þurfa þeir að fara út um allan bæ og keyra fram og til baka í heilan dag. Í London og Köben þá þarftu kannski bara að fara á einn stað, eða í mesta lagi tvo til þrjá og þú getur fengið þar allt sem þú þarft fyrir tökuna og alveg klikkaðar flíkur.“ View this post on Instagram A post shared by Sigrún Ásta Jörgensen (@stylist_makeupartist_) on Mar 28, 2018 at 9:29am PDT Annar stór galli á stílistastarfinu á Íslandi að hennar mati er svo að oft getur erfitt að fá greitt fyrir tískuverkefni. „Maður verður að hafa mikla ástríðu fyrir þessu til að geta gert þessa hluti frítt.“ Fatahönnuðir, tónlistarfólk og fleiri hafi oft lítið fjármagn í verkefnin og þá eru stílistar og förðunarfræðingar oft að vinna án þess að fá greitt, bara til þess að geta bætt verkefnunum og myndunum á sína ferilskrá. Staðan er þó allt önnur í kvikmyndagerð, þáttagerð og auglýsingaverkefnum. „Tískan á Íslandi er hægvaxandi. Nú eru nokkrir fatahönnuðir búnir að draga sig til baka einhvern veginn. Sem er virkilega leiðinlegt því að þetta eru sterkir fatahönnuðir sem komnir eru í pásu.“ Sigrún á tökustað.Aðsend mynd Draumur að heimsækja Tókýó Sigrún segir að það þurfi að styðja enn betur við fatahönnun hér á landi og hlúa að hönnuðum. „Mér finnst til dæmis að Hönnunarmiðstöð ætti að taka yfir RFF, Reykjavík Fashion Festival, og gera eitthvað stórt út úr því. Ef einhver gæti gert þetta flott þá eru það þau. Það mætti allavega koma meira fjármagn inn í tískugeirann á Íslandi til að örva hann. Það er of lítið úrval hérna, ég væri til í að geta prófað mig áfram og prófað meira nýtt. Gera meira af stærri verkefnum tengdum tísku. Að geta fengið almennilega greitt fyrir það væri auðvitað líka frábært.“ View this post on Instagram A post shared by Tessuti (@tessutiuk) on Oct 27, 2019 at 2:00am PDT Sigrún segir að þeir sem eru sjálfstætt starfandi í þessum bransa á Íslandi þurfi að vera duglegir að koma sér á framfæri og sækjast eftir verkefnum. „Verkefnið í Tokyo er draumaverkefnið mitt. Ég er að vinna við tísku, með yndislegu teymi og fer til Tókýó sem hefur verið draumur minn síðan ég man eftir mér.“
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira