Enski boltinn

Liverpool gefur fimmtíu prósent afslátt á miðunum á Shrewsbury leikinn á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Börn leikmanna aðalliðs Liverpool fá að eyða tíma með pöbbum sínum í vetrarfríinu.
Börn leikmanna aðalliðs Liverpool fá að eyða tíma með pöbbum sínum í vetrarfríinu. Getty/TF-Images

Liverpool mætir Shrewsbury Town í ensku bikarkeppninni um næstu helgi þar sem liðin keppa um hvort þeirra fær að mæta Chelsea í sextán liða úrslitunum. Þetta verður hins umdeildur leikur vegna ákvörðunar knattspyrnustjóra Liverpool.

Jürgen Klopp ætlar ekki að nota leikmenn aðalliðsins í þessum leik og hann ætlar ekki einu sinni að mæta sjálfur. Hann og Liverpool mennirnir verða í vetrarfríi að safna kröftum fyrir lokasprettinn.

Klopp sagðist hafa á sínum tíma fengið fyrirmæli frá enska knattspyrnusambandinu um að virða vetrarfríið og það ætli hann að gera.

Í stað leikmanna aðalliðs Liverpool munu liðsmenn 23 ára liðs Liverpool spila leikinn á móti Shrewsbury Town og það er óhætt að segja að sigurlíkur liðsins hafi minnkað talsvert við þessar fréttir.



Leikurinn við Shrewsbury Town fer fram á Anfield og það var ljóst að þessar fréttir myndu hafa áhrif á aðsóknina á leikinn.

Liverpool hefur nú ákveðið að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim miðana á leikinn á helmingsafslætti.

Miðar á bikarleikinn á móti Shrewsbury Town munu kosta fimmtán pund fyrir fullorðna, fimm pund fyrir unglinga og eitt pund fyrir börn.

Uppfært á íslenska krónu þá munu miðarnir kosta 2500 krónur fyrir fullorðna, 800 krónur fyrir unglinga og 162 krónur fyrir börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×