Enski boltinn

Guardiola til varnar Klopp: Við veljum leikmennina en ekki enska sambandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola og Jürgen Klopp fyrir síðasta leik þeirra.
Pep Guardiola og Jürgen Klopp fyrir síðasta leik þeirra. Getty/Andrew Powell

Pep Guardiola og Ole Gunnar Solskjaer hafa báðir komið til varnar Jürgen Klopp og ákvörðun hans að virða vetrarfríið og senda 23 ára liðið í endurtekna bikarleikinn á móti Shrewsbury Town. Knattspyrnustjórar erkifjendanna í Manchester City og Manchester United voru spurðir út í málið á blaðamannafundi í gær.

Pep Guardiola varaði yfirmenn ensku knattspyrnusambandsins að þeir hefði engan rétt til þess að segja knattspyrnustjórum félaganna hvaða leikmenn þeir eigi að nota og hverja ekki.

Jürgen Klopp hefur fengið á sig meiri en gagnrýni en áður á stjóraferli sínum hjá Liverpool vegna þessa að mörgum á Englandi finnst hann vanvirða með þessu ensku bikarkeppninnar en Englendingar eru mjög stoltir af þessari elstu keppni í heimi.



Pep Guardiola hefur áður gagnrýnt þétta leikjadagskrá ensku liðanna í en nú verður í fyrsta sinn vetrarfrí á deildinni.

Málið snýst einmitt um þetta vetrarfrí því Jürgen Klopp var búinn að ákveða að gefa leikmönnum aðalliðsins frí til að safna orku fyrir lokasprettinn. Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town var annar leikur settur á í þessu vetrarfríi.

Pep Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun hjá Jürgen Klopp og hann talaði máli Þjóðverjans.

„Við sættum okkur við leikjadagskránna í þessum keppnum með leikjum á tveggja til þriggja daga fresti en ekki segja knattspyrnustjórunum hvaða leikmenn þeir eiga að nota. Það er okkar starf að velja þá,“ sagði Pep Guardiola.

„Þeir gera það sem þeir vilja og við munum mæta þá og þegar þeir setja leikina á. Það kemur þeim hins vegar ekki við hvaða leikmenn við notum í leikjunum. Þar liggur okkar skylda,“ ítrekaði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×