Eru að reyna að skipuleggja bardaga á sama stað og „Rumble in the Jungle“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 16:30 George Foreman liggur á gólfinu eftir rothögg frá Muhammad Ali í „Rumble in the Jungle“ árið 1974. Getty/Tony Triolo Hnefaleikaskipuleggjandinn Eddie Hearn ætlar að bjóða upp á boxbardaga á sama stað og þeir Muhammad Ali og George Foreman mættust í sögulegum bardaga árið 1974. Eddie Hearn er í viðræðum um að Anthony Joshua berjist á þessum stað en bardagi Muhammad Ali og Foreman var kallaður „Rumble in the Jungle.“ Keppnisstaðurinn er í Kinshasa sem er höfuðborg Austur-Kongó í Afríku. "That's special, that's legacy. That's career defining." Eddie Hearn says they are in talks to organise an Anthony Joshua fight at the legendary site of Rumble in the Jungle.https://t.co/sQUFzENgw7pic.twitter.com/6yaMR47Xzu— BBC Sport (@BBCSport) January 28, 2020 Muhammad Ali kom öllum á óvart með því að rota George Foreman í bardagnum fræga fyrir að verða 46 árum síðan. „Þetta er líklega frægasti vettvangur og bardagi boxsögunnar,“ sagði Eddie Hearn við breska ríkisútvarpið. „Austur-Kongó ætlar sér að gera upp leikvanginn. Það væri sérstakt því þarna er arfleið. Þarna verða ferlar manna til,“ sagði Eddie Hearn. „Það hafa farið fram fundir um þetta. Hann [Joshua] vill búa til sína arfleið innan hnefaleikanna. Þegar við skoðum ferilskrá hans þá hefur hann barist alls staðar í heiminum eins og í Bretland, Madison Square Garden og í Sádí Arabíu,“ sagði Eddie Hearn og bætti við: „Ef hann bætir Afríku, Kína og Austurlöndum fjær á skrána sína þá er hann orðin stjarna á heimsvísu. Hann hefur engan áhuga á því en vill skrifa söguna,“ sagði Hearn. Anthony Joshua endurheimti heimsmeistaratitil sinn með sigri á Andy Ruiz Jr í Sádí Arabíu í desember. Næsti bardagi hans verður væntanlega í Bretlandi og Búlgarinn Kubrat Pulev er líklegur andstæðingur þar. Emirates Stadium, Tottenham Hotspur Stadium, Ólympíuleikvangurinn, Millennium Stadium og Twickenham eru sagðir vera kandídatar í að halda þann bardaga og það er því búist við miklum áhuga á næsta bardaga Anthony Joshua í heimalandi hans. Austur-Kongó Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Hnefaleikaskipuleggjandinn Eddie Hearn ætlar að bjóða upp á boxbardaga á sama stað og þeir Muhammad Ali og George Foreman mættust í sögulegum bardaga árið 1974. Eddie Hearn er í viðræðum um að Anthony Joshua berjist á þessum stað en bardagi Muhammad Ali og Foreman var kallaður „Rumble in the Jungle.“ Keppnisstaðurinn er í Kinshasa sem er höfuðborg Austur-Kongó í Afríku. "That's special, that's legacy. That's career defining." Eddie Hearn says they are in talks to organise an Anthony Joshua fight at the legendary site of Rumble in the Jungle.https://t.co/sQUFzENgw7pic.twitter.com/6yaMR47Xzu— BBC Sport (@BBCSport) January 28, 2020 Muhammad Ali kom öllum á óvart með því að rota George Foreman í bardagnum fræga fyrir að verða 46 árum síðan. „Þetta er líklega frægasti vettvangur og bardagi boxsögunnar,“ sagði Eddie Hearn við breska ríkisútvarpið. „Austur-Kongó ætlar sér að gera upp leikvanginn. Það væri sérstakt því þarna er arfleið. Þarna verða ferlar manna til,“ sagði Eddie Hearn. „Það hafa farið fram fundir um þetta. Hann [Joshua] vill búa til sína arfleið innan hnefaleikanna. Þegar við skoðum ferilskrá hans þá hefur hann barist alls staðar í heiminum eins og í Bretland, Madison Square Garden og í Sádí Arabíu,“ sagði Eddie Hearn og bætti við: „Ef hann bætir Afríku, Kína og Austurlöndum fjær á skrána sína þá er hann orðin stjarna á heimsvísu. Hann hefur engan áhuga á því en vill skrifa söguna,“ sagði Hearn. Anthony Joshua endurheimti heimsmeistaratitil sinn með sigri á Andy Ruiz Jr í Sádí Arabíu í desember. Næsti bardagi hans verður væntanlega í Bretlandi og Búlgarinn Kubrat Pulev er líklegur andstæðingur þar. Emirates Stadium, Tottenham Hotspur Stadium, Ólympíuleikvangurinn, Millennium Stadium og Twickenham eru sagðir vera kandídatar í að halda þann bardaga og það er því búist við miklum áhuga á næsta bardaga Anthony Joshua í heimalandi hans.
Austur-Kongó Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira