Enski boltinn

Arsenal á von á tilboði frá Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er kominn með 14 mörk í 22 deildarleikjum á þessu tímabili. Hér er hann með Ainsley Maitland-Niles.
Pierre-Emerick Aubameyang varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er kominn með 14 mörk í 22 deildarleikjum á þessu tímabili. Hér er hann með Ainsley Maitland-Niles. Getty/David Price

Barcelona verður án framherjans Luis Suárez næstu mánuðina og það búast margir við því að spænska stórliðið reyni að kaupa öflugan framherja í janúarglugganum. Þar á meðal eru forráðamenn Arsenal.

Telegraph segir frá því að forráðamenn Arsenal búist nú við því að fá tilboð frá Barcelona í Pierre-Emerick Aubameyang á lokadögum gluggans.

Það kemur fram í greininni að spænska félagið óttist það jafnframt að kaupverðið sé líklega of hátt.



Pierre-Emerick Aubameyang er ekki sá eini á innkaupalista Barcelona því fyrir neðan hann er einnig Rodrigo Moreno hjá Valencia.

Félagsskiptaglugginn lokar á föstudagskvöldið og það fer því hver að verða síðastur að kaupa leikmanna áður en allt lokast fram í júní.

Börsungar óttast það að Arsenal vilji fá í kringum 50 milljónir punda fyrir hinn þrítuga Aubameyang og það þótt að henni eigi minna en átján mánuði eftir af samningnum sínum.

Fréttir frá Spáni herma þó að Aubameyang hafi þegar samþykkt persónuleg kjör hjá Barcelona fari hann þangað.

Það hefur ekkert gengið hjá Arsenal að gera nýjan samning við Aubameyang og það er líklegt að hann verði seldur í sumar komist liðið ekki í Meistaradeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×