Staðfesta að herflugvél fórst í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2020 19:00 Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. AP/Tariq Ghazniwal Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020 Afganistan Bandaríkin Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira