Auglýsa eftir fólki í stjórnir íslenskra banka Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2020 15:30 Bankasýsla ríkisins auglýsir efir umsóknum um stjórnarsetu. Umsóknarfrestur rennur út 29.janúar 2020. Vísir Bankasýsla ríkisins auglýsir eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti annað kvöld, miðvikudaginn 29. janúar. Um er að ræða mögulega stjórnarsetu í Íslandsbanka, Landsbankanum eða Sparisjóði Austurlands. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni liggur ekki enn fyrir hvaða stjórnarmenn munu áfram gefa kost á sér til áframhaldandi setu í fjármálafyrirtækjunum þremur. Þetta þýðir að í raun liggur það ekki fyrir enn, hvort einhver stjórnarsæti verði í boði. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni er stefnt á að aðalfundur Íslandsbanka verði haldinn 19. mars næstkomandi en Landsbankans 27.mars. Dagsetning aðalfundar liggur ekki fyrir hjá Sparisjóði Austurlands. Gert er ráð fyrir að nokkrum dögum fyrir aðalfund muni upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver af núverandi stjórnarmönnum gefi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Engin tímamörk eru á því hvenær stjórnarmenn þurfa að upplýsa um slíkt. Einnig: Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Fari svo að losni um stjórnarsæti í einhverjum af þeim þremur fjármálafyrirtækjum sem Bankasýslan fer með eignarhlut í fyrir hönd ríkisins, mun stjórn Bankasýslunnar óska eftir þremur tilnefningum frá valnefnd um nýjan stjórnarmann. Stjórn Bankasýslunnar velur síðan einn af þeim þremur sem valnefnd leggur til en hefur ekki leyfi til að ráðstafa stjórnarsætinu til annarra en þeirra sem valefnd tilnefnir. Stjórn Bankasýslu ríkisins skipa þau Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri, varaformaður og Vilhjálmur Bjarnason, lektor. Bankaráð Landsbankans stóð í ströngu í fyrra þegar fjölmiðlar fjölluðu um laun bankastjóra Landsbankans. Formaðurinn Helga Björk Eiríksdóttir var þá í forsvari í viðtölum.Landsbankinn Í valnefnd sitja þau Auður Bjarnadóttir ráðgjafi hjá Capacent, Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en hún er jafnframt formaður nefndarinnar og Þórir Ágúst Þorvarðarson, fyrrum stjórnarformaður og einn eigandi Hagvangs. Valnefndin var skipuð af stjórn Bankasýslunnar þann 5. desember 2019. Þórir kom þá nýr inn en Auður og Þórdís höfðu setið áður. Samkvæmt lögum má valnefndin leita af umsækjendum í stjórnir fjármálafyrirtækjanna að eigin frumkvæði en eins geta aðilar sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stjórnarsetu, gefið kost á sér. Samkvæmt auglýsingu lítur valnefndin meðal annars til eftirfarandi atriða: Yfirgripsmikil reynsla af rekstri og þekking á íslensku atvinnulífi. Þekking á rekstri banka og starfsemi fjármálafyrirtækja. Reynsla af alþjóðlegum viðskiptum. Sérþekking á sviði upplýsingatækni. Sérþekking á sviði áhættustefnu s.s. markaðs- og lánsáhættu. Reynsla af stjórnun og stefnumótun. Traust og gott orðspor. Leiðtogahæfileikar. Fjárhagslegt sjálfstæði. Menntun sem nýtist í starfi. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni geta umsækjendur sóst eftir stjórnarsæti í tilgreindum banka eða fjármálafyrirtæki eða skilað inn umsókn um stjórnarsæti í einhverjum af þeim þremur fjármálafyrirtækjum sem Bankasýslan fer með hlut í. Þá kemur fram í auglýsingu að einstaklingar sem vilja gefa kost á sér þurfi að uppfylla margvísleg lagaleg skilyrði, meðal annars vegna laga nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki, ásamt því að standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins. Nánari upplýsingar um skilyrðin má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Stjórn Íslandsbanka lækkaði laun bankastjóra árið 2019 í kjölfar tillögu bankastjóra um lækkun launa.Íslandsbanki Bankasýslan fer með 100% hlut í Íslandsbanka, 98,2% hlut í Landsbankanum og 49,5% hlut í Sparisjóði Austurlands. Stjórnarmenn eru sem hér segir: Íslandsbanki hf.: Friðrik Sophusson, formaður stjórnar. Anna Þórðardóttir, Auður Finnbogadóttir, Árni Stefánsson, Hallgrímur Snorrason, Heiðrún Jónsdóttir. Landsbankinn hf.: Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs. Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Guðbrandur Sigurðsson, Hersir Sigurgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir, Þorvaldur Jacobsen. Sparisjóður Austurlands hf.: Jón Einar Marteinsson, formaður stjórnar. Regína Fanny Guðmundsdóttir, Sigurður H. Pálsson, Jón Björn Hákonarson, Jóna Árný Þórðardóttir. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Bankasýsla ríkisins auglýsir eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti annað kvöld, miðvikudaginn 29. janúar. Um er að ræða mögulega stjórnarsetu í Íslandsbanka, Landsbankanum eða Sparisjóði Austurlands. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni liggur ekki enn fyrir hvaða stjórnarmenn munu áfram gefa kost á sér til áframhaldandi setu í fjármálafyrirtækjunum þremur. Þetta þýðir að í raun liggur það ekki fyrir enn, hvort einhver stjórnarsæti verði í boði. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni er stefnt á að aðalfundur Íslandsbanka verði haldinn 19. mars næstkomandi en Landsbankans 27.mars. Dagsetning aðalfundar liggur ekki fyrir hjá Sparisjóði Austurlands. Gert er ráð fyrir að nokkrum dögum fyrir aðalfund muni upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver af núverandi stjórnarmönnum gefi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Engin tímamörk eru á því hvenær stjórnarmenn þurfa að upplýsa um slíkt. Einnig: Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Fari svo að losni um stjórnarsæti í einhverjum af þeim þremur fjármálafyrirtækjum sem Bankasýslan fer með eignarhlut í fyrir hönd ríkisins, mun stjórn Bankasýslunnar óska eftir þremur tilnefningum frá valnefnd um nýjan stjórnarmann. Stjórn Bankasýslunnar velur síðan einn af þeim þremur sem valnefnd leggur til en hefur ekki leyfi til að ráðstafa stjórnarsætinu til annarra en þeirra sem valefnd tilnefnir. Stjórn Bankasýslu ríkisins skipa þau Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri, varaformaður og Vilhjálmur Bjarnason, lektor. Bankaráð Landsbankans stóð í ströngu í fyrra þegar fjölmiðlar fjölluðu um laun bankastjóra Landsbankans. Formaðurinn Helga Björk Eiríksdóttir var þá í forsvari í viðtölum.Landsbankinn Í valnefnd sitja þau Auður Bjarnadóttir ráðgjafi hjá Capacent, Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en hún er jafnframt formaður nefndarinnar og Þórir Ágúst Þorvarðarson, fyrrum stjórnarformaður og einn eigandi Hagvangs. Valnefndin var skipuð af stjórn Bankasýslunnar þann 5. desember 2019. Þórir kom þá nýr inn en Auður og Þórdís höfðu setið áður. Samkvæmt lögum má valnefndin leita af umsækjendum í stjórnir fjármálafyrirtækjanna að eigin frumkvæði en eins geta aðilar sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stjórnarsetu, gefið kost á sér. Samkvæmt auglýsingu lítur valnefndin meðal annars til eftirfarandi atriða: Yfirgripsmikil reynsla af rekstri og þekking á íslensku atvinnulífi. Þekking á rekstri banka og starfsemi fjármálafyrirtækja. Reynsla af alþjóðlegum viðskiptum. Sérþekking á sviði upplýsingatækni. Sérþekking á sviði áhættustefnu s.s. markaðs- og lánsáhættu. Reynsla af stjórnun og stefnumótun. Traust og gott orðspor. Leiðtogahæfileikar. Fjárhagslegt sjálfstæði. Menntun sem nýtist í starfi. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslunni geta umsækjendur sóst eftir stjórnarsæti í tilgreindum banka eða fjármálafyrirtæki eða skilað inn umsókn um stjórnarsæti í einhverjum af þeim þremur fjármálafyrirtækjum sem Bankasýslan fer með hlut í. Þá kemur fram í auglýsingu að einstaklingar sem vilja gefa kost á sér þurfi að uppfylla margvísleg lagaleg skilyrði, meðal annars vegna laga nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki, ásamt því að standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins. Nánari upplýsingar um skilyrðin má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Stjórn Íslandsbanka lækkaði laun bankastjóra árið 2019 í kjölfar tillögu bankastjóra um lækkun launa.Íslandsbanki Bankasýslan fer með 100% hlut í Íslandsbanka, 98,2% hlut í Landsbankanum og 49,5% hlut í Sparisjóði Austurlands. Stjórnarmenn eru sem hér segir: Íslandsbanki hf.: Friðrik Sophusson, formaður stjórnar. Anna Þórðardóttir, Auður Finnbogadóttir, Árni Stefánsson, Hallgrímur Snorrason, Heiðrún Jónsdóttir. Landsbankinn hf.: Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs. Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Guðbrandur Sigurðsson, Hersir Sigurgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir, Þorvaldur Jacobsen. Sparisjóður Austurlands hf.: Jón Einar Marteinsson, formaður stjórnar. Regína Fanny Guðmundsdóttir, Sigurður H. Pálsson, Jón Björn Hákonarson, Jóna Árný Þórðardóttir.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00