Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 08:20 Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir að niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram síðasta sunnudag voru kynntar. EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent