Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 08:20 Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir að niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram síðasta sunnudag voru kynntar. EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05