Íslenskur leikmaður valinn í hóp verstu kaupa ensku úrvalsdeildarfélagana í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Úlfunum á móti Liverpool árið 2012. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira