Arnar Pétursson um byrjun Olís deildarinnar eftir 44 daga hlé: Þessi pása er erfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 12:00 Arnar Pétursson vann alla titla í boði sem þjálfari ÍBV liðsins tímabilið 2017-18. Mynd/S2 Sport Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira