Níu ungar konur og sjálfbærnisráðstefnan Karen Björk Eyþórsdóttir skrifar 27. janúar 2020 07:00 Ég hafði aldrei hugsað neitt mikið út í það hvað maður getur haft mikil áhrif sem starfsmaður fyrirtækis fyrr en síðasta sumar. Ég sá um verkefnastýringu fyrir viðburðinn Responsibility Day hjá sjálfbærnisskrifstofu Copenhagen Business School þar sem við unnum með fyrirtækinu Grundfos. Þau sérhæfa sig í vatnslausnum á heimsvísu og við unnum með þeim að ansi áhugaverðu verkefni. Hugsandi yfir kaffibollanum í hádegispásunni sinni fór einn starfsmaður Grundfos, Mikael Lundgren, að velta fyrir sér þeirri hugmynd að starfsmenn fyrirtækisins gætu auðveldlega safnað í styrktarsjóð til þess að setja upp sjálfbærar vatnsdælur þar sem þeirra væri mest þörf. Hann kynnti hugmyndina fyrir yfirmönnum sínum og síðastliðin 10 ár hefur verkefnið Water2Life byggt bráðsniðugar og sjálfbærar vatnsdælur þar sem skortur er á ferskvatni í heiminum og hjálpað milljónum manna. Í fræðigrein Alan L. Frohman, The Power of Personal Inititative segir að í stórfyrirtækjum á borð við Google, Colgate og Gillette hafa stórar og jákvæðar breytingar einnig átt sér stað sem sprottnar hafa verið frá frumkvæði starfsfólks. Það er nefnilega ekki bara hlutverk stjórnvalda og einstaklinga að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu, innanlands og í alþjóðasamfélaginu, heldur líka – og jafnvel einna helst – fyrirtækja. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu næstkomandi fimmtudag, þann 30. janúar. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem stærsti viðburður um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi og þar verður unnið með gróskuhugsun og nýsköpun á meðal margra af leiðandi fyrirtækjum viðskiptalífsins, hérlendis og erlendis. Einn mikilvægasti áherslupunktur ráðstefnunnar er einmitt að efla íslensk fyrirtæki – og hvern og einn einasta starfsmann þeirra - til þess að taka frumkvæði og setja drauma í verk. Allt sem þú gerir hefur áhrif! Við erum hópur af níu ungum konum sem höfum lagt ráðstefnunni lið við hin ýmsu verkefni, til dæmis að minnka kolefnisspor hennar eins mikið og mögulegt er. Það kom okkur t.d. mikið á óvart hve ódýrt það reyndist að kolefnisjafna allt umfang viðburðarins, sem voru 4,54 tonn af CO2, og ákváðum við því að kolefnisjafna það sem nemur þreföldu kolefnisspori hennar. En ekki er nóg að setja bara plástur á það kolefnisspor sem myndast hefur heldur þarf enn fremur að gæta þess að það verði eins lítið og hægt er til að byrja með. Eftirfarandi skref voru tekin: Boðið verður upp á grænmetisfæði og reynt var eftir fremsta megni að nota íslenskt hráefni. Annars voru hráefni frá löndum valin með sem stystum flutningafjarlægðum eða komu í sem stærstum pakkningum til þess að lágmarka plastnotkun. Viðburðarsalurinn var valinn m.a. vegna umhverfisstefnu þeirra þar sem stærstur hluti úrgangs ráðstefnunnar brotnar niður á 30 dögum, langflest önnur aðföng viðburðarins eru endurnýtanleg og öllum matarafgöngum verða komið áfram þangað sem ekki veitir af í samfélaginu. Einnig eru þátttakendur hvattir til þess að koma með eigin ritföng, fjölnota drykkjarmál og nýta vistvænar samgöngur eða safnast saman í einkabíla. Þó að þú sjáir ekki um viðburði hjá þínu fyrirtæki er þó hægt af yfirfæra mörg af þessum skrefum á daglega verkferla. Ef þú ert með hugmynd en veist ekki hvernig þú átt að útfæra hana, heyrðu í Festu og fáðu aðstoð! Margt smátt gerir eitt stórt og sért þú starfsmaður fyrirtækis sem getur gert betur, hvet ég þig eindregið til þess að hefja upp þína raust og vera afl til breytinga! Það geta allir verið Mikael Lundgren frá Grundfos og einfaldar breytingar geta oft skilað miklum og jákvæðum áhrifum! Internetið er stútfullt af góðum upplýsingum og það býr hugmyndasmiður í okkur öllum – leystu hann úr læðingi! Höfundur er með B.Sc-gráðu úr Business Administration & Service Management. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hafði aldrei hugsað neitt mikið út í það hvað maður getur haft mikil áhrif sem starfsmaður fyrirtækis fyrr en síðasta sumar. Ég sá um verkefnastýringu fyrir viðburðinn Responsibility Day hjá sjálfbærnisskrifstofu Copenhagen Business School þar sem við unnum með fyrirtækinu Grundfos. Þau sérhæfa sig í vatnslausnum á heimsvísu og við unnum með þeim að ansi áhugaverðu verkefni. Hugsandi yfir kaffibollanum í hádegispásunni sinni fór einn starfsmaður Grundfos, Mikael Lundgren, að velta fyrir sér þeirri hugmynd að starfsmenn fyrirtækisins gætu auðveldlega safnað í styrktarsjóð til þess að setja upp sjálfbærar vatnsdælur þar sem þeirra væri mest þörf. Hann kynnti hugmyndina fyrir yfirmönnum sínum og síðastliðin 10 ár hefur verkefnið Water2Life byggt bráðsniðugar og sjálfbærar vatnsdælur þar sem skortur er á ferskvatni í heiminum og hjálpað milljónum manna. Í fræðigrein Alan L. Frohman, The Power of Personal Inititative segir að í stórfyrirtækjum á borð við Google, Colgate og Gillette hafa stórar og jákvæðar breytingar einnig átt sér stað sem sprottnar hafa verið frá frumkvæði starfsfólks. Það er nefnilega ekki bara hlutverk stjórnvalda og einstaklinga að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu, innanlands og í alþjóðasamfélaginu, heldur líka – og jafnvel einna helst – fyrirtækja. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu næstkomandi fimmtudag, þann 30. janúar. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem stærsti viðburður um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi og þar verður unnið með gróskuhugsun og nýsköpun á meðal margra af leiðandi fyrirtækjum viðskiptalífsins, hérlendis og erlendis. Einn mikilvægasti áherslupunktur ráðstefnunnar er einmitt að efla íslensk fyrirtæki – og hvern og einn einasta starfsmann þeirra - til þess að taka frumkvæði og setja drauma í verk. Allt sem þú gerir hefur áhrif! Við erum hópur af níu ungum konum sem höfum lagt ráðstefnunni lið við hin ýmsu verkefni, til dæmis að minnka kolefnisspor hennar eins mikið og mögulegt er. Það kom okkur t.d. mikið á óvart hve ódýrt það reyndist að kolefnisjafna allt umfang viðburðarins, sem voru 4,54 tonn af CO2, og ákváðum við því að kolefnisjafna það sem nemur þreföldu kolefnisspori hennar. En ekki er nóg að setja bara plástur á það kolefnisspor sem myndast hefur heldur þarf enn fremur að gæta þess að það verði eins lítið og hægt er til að byrja með. Eftirfarandi skref voru tekin: Boðið verður upp á grænmetisfæði og reynt var eftir fremsta megni að nota íslenskt hráefni. Annars voru hráefni frá löndum valin með sem stystum flutningafjarlægðum eða komu í sem stærstum pakkningum til þess að lágmarka plastnotkun. Viðburðarsalurinn var valinn m.a. vegna umhverfisstefnu þeirra þar sem stærstur hluti úrgangs ráðstefnunnar brotnar niður á 30 dögum, langflest önnur aðföng viðburðarins eru endurnýtanleg og öllum matarafgöngum verða komið áfram þangað sem ekki veitir af í samfélaginu. Einnig eru þátttakendur hvattir til þess að koma með eigin ritföng, fjölnota drykkjarmál og nýta vistvænar samgöngur eða safnast saman í einkabíla. Þó að þú sjáir ekki um viðburði hjá þínu fyrirtæki er þó hægt af yfirfæra mörg af þessum skrefum á daglega verkferla. Ef þú ert með hugmynd en veist ekki hvernig þú átt að útfæra hana, heyrðu í Festu og fáðu aðstoð! Margt smátt gerir eitt stórt og sért þú starfsmaður fyrirtækis sem getur gert betur, hvet ég þig eindregið til þess að hefja upp þína raust og vera afl til breytinga! Það geta allir verið Mikael Lundgren frá Grundfos og einfaldar breytingar geta oft skilað miklum og jákvæðum áhrifum! Internetið er stútfullt af góðum upplýsingum og það býr hugmyndasmiður í okkur öllum – leystu hann úr læðingi! Höfundur er með B.Sc-gráðu úr Business Administration & Service Management.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun