Enski boltinn

Fyrsta skipti sem Man Utd skorar fimm í fyrri hálfleik síðan 2001

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Phil Jones fagnar marki sínu í dag.
Phil Jones fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty

Manchester United leikur nú gegn Tranmere Rovers í FA bikarnum. Staðan í hálfleik er 5-0 Manchester United í vil en þetta er í fyrsta skipti siðan árið 2001 sem félagið skorar fimm mörk í fyrri hálfleik.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og í textalýsingu hér á vef okkar.

Mótherjinn árið 2001 var þó töluvert sterkari heldur en mótherjar dagsins í dag. Manchester United vann þá erkifjendur sína í Arsenal 6-1 í ensku úrvalsdeildinni. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, skoraði fimmta mark liðsins þann daginn.

Markaskorarar Manchester United í dag eru vægast sagt óvæntir en Harry Maguire og Diego Dalot skoruðu báðir sitt fyrsta mark fyrir félagið. Þá skoraði Jesse Lingard en hann hefur ekki komið knettinum í netið síðan í desember 2018 og Phil Jones gerði svo gott betur en miðvörðurinn klunnalegi hefur ekki skorað mark síðan árið 2014.

Staðan 5-0 í hálfleik og ljóst að Man Utd eru komnir áfram í 5. umferð bikarsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×