Þrjátíu manns hið minnsta hafa farist í því sem hefur verið kallað mesta rigningaveður sem herjað hefur á íbúa ríkisins Minas Gerais í austurhluta Brasilíu.
Romeu Zema, ríkisstjóri Minas Gerais, segist harma mjög þau dauðsföll sem hafa orðið. Gríðarlegt úrhelli síðustu tveggja daga hefur leitt til þess að byggingar hafa hrunið og aurskriður fallið.
Um 3.500 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, að minnsta sjö hafa slasast og sextán manns er saknað, að því er AFP greinir frá.
Úrhellið er það mesta sem hefur mælst frá því að mælingar hófust á svæðinu fyrir 110 árum síðan. Mældist 172 millimetra úrkoma á 24 klukkustunda tímabili í Belo Horizone, höfuðborg Minas Gerais.