Skúli og aðrir stjórnendur WOW krafðir um milljarðaskaðabætur Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 09:21 WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars 2018. Vísir/Vilhelm Hópur skuldabréfaeiganda krefst þess að stjórn og forstjóri hins fallna WOW air bæti þeim það tjón sem hópurinn varð fyrir við gjaldþrot félagsins í mars á síðasta ári.Morgunblaðið greinir frá þessu og kemur þar fram að í kröfubréfinu sé þess krafist að stjórnendur gangi til samninga um greiðslu bóta en hópurinn áskilur sér annars þann rétt að fara með málið fyrir dómstóla. Kröfurnar eru sagðar nema milljörðum króna.Sjá einnig: Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélagannaKröfubréfið var sent í lok síðasta árs en við gjaldþrot WOW air urðu umrædd skuldabréf með öllu verðlaus. Grundvöllur kröfunnar er sagður vera sá að skuldabréfaeigendurnir telji að upplýsingagjöf stjórnenda í tengslum við skuldabréfaútboð árið 2018 hafi verið villandi og gefið ranga mynd af raunverulegri stöðu félagsins. Stuttu eftir gjaldþrot WOW var haft eftir lögmanni skuldabréfaeiganda að spurningar hafi vaknað hjá kröfuhöfum um það hvernig félagið gat farið í þrot innan við sex mánaðum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk.Sjá einnig: Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðaðHeimildir Morgunblaðsins herma að kröfu skuldabréfaeigendanna sé beint að Skúla Mogensen, forstjóra, stjórnarmanni og eiganda félagsins, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni við fall þess, Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni og Davíð Mássyni, flugrekanda og fjárfesti. Stjórnendum WOW gekk erfiðlega að safna fjármagni í skuldabréfaútboði sem félagið réðst í um mitt ár 2018 en tilkynnt var um það í september sama ár að tekist hefði að loka því. Í því söfnuðust alls rétt rúmar fimmtíu milljónir evra en þar af voru 25,8 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem tengdust félaginu nánum böndum. Stjórn WOW var með stjórnendatryggingu sem er ætlað að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er umrædd tryggingafjárhæð mun lægri en fjárhæð skuldabréfaútboðsins. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24 Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00 Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49 Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30 Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Hópur skuldabréfaeiganda krefst þess að stjórn og forstjóri hins fallna WOW air bæti þeim það tjón sem hópurinn varð fyrir við gjaldþrot félagsins í mars á síðasta ári.Morgunblaðið greinir frá þessu og kemur þar fram að í kröfubréfinu sé þess krafist að stjórnendur gangi til samninga um greiðslu bóta en hópurinn áskilur sér annars þann rétt að fara með málið fyrir dómstóla. Kröfurnar eru sagðar nema milljörðum króna.Sjá einnig: Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélagannaKröfubréfið var sent í lok síðasta árs en við gjaldþrot WOW air urðu umrædd skuldabréf með öllu verðlaus. Grundvöllur kröfunnar er sagður vera sá að skuldabréfaeigendurnir telji að upplýsingagjöf stjórnenda í tengslum við skuldabréfaútboð árið 2018 hafi verið villandi og gefið ranga mynd af raunverulegri stöðu félagsins. Stuttu eftir gjaldþrot WOW var haft eftir lögmanni skuldabréfaeiganda að spurningar hafi vaknað hjá kröfuhöfum um það hvernig félagið gat farið í þrot innan við sex mánaðum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk.Sjá einnig: Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðaðHeimildir Morgunblaðsins herma að kröfu skuldabréfaeigendanna sé beint að Skúla Mogensen, forstjóra, stjórnarmanni og eiganda félagsins, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni við fall þess, Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni og Davíð Mássyni, flugrekanda og fjárfesti. Stjórnendum WOW gekk erfiðlega að safna fjármagni í skuldabréfaútboði sem félagið réðst í um mitt ár 2018 en tilkynnt var um það í september sama ár að tekist hefði að loka því. Í því söfnuðust alls rétt rúmar fimmtíu milljónir evra en þar af voru 25,8 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem tengdust félaginu nánum böndum. Stjórn WOW var með stjórnendatryggingu sem er ætlað að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er umrædd tryggingafjárhæð mun lægri en fjárhæð skuldabréfaútboðsins.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24 Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00 Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49 Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30 Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24
Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00
Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49
Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30
Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16