Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 19:18 Þrír meintir liðsmenn Undirstöðunnar sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð. AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05