Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2020 18:51 Króatar fagna í leikslok. vísir/epa Króatía er komið í úrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Noregi, 29-28, í tvíframlengdum spennutrylli. Zeljko Musa skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það var hans eina mark í leiknum og aðeins þriðja markið hans á EM. Zeljko Musa's third goal of the tournament - and the one which really counts!@HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/ZxruhSscMU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Króatía mætir annað hvort Spáni eða Slóveníu í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Domagoj Duvnjak var markahæstur Króata með átta mörk. Sander Sagosen átti stórleik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Króatar voru lengst af skrefinu á undan en komumst aldrei meira en þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 10-12, Króatíu í vil. Króatar komust þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 12-15, og fengu tækifæri til að ná fjögurra marka forskoti en Thorbjörn Bergerud varði frá Igor Karacic úr hraðaupphlaupi. With @HRStwitt 3 up, @TSBergerud saves at a crucial moment for @NORhandball#ehfeuro2020 dreamwinremember pic.twitter.com/yKMAp8L5w1— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Noregur skoraði næstu þrjú mörk, jafnaði í 15-15 og Sagosen kom Norðmönnum svo yfir, 17-16, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Gullerud kom Norðmönnum yfir, 22-21, og þeir fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en Matetj Asanin varði víti frá Sagosen. Duvnjak skoraði næstu tvö mörk og kom Króatíu yfir, 22-23. Noregur fékk vítakast en Asanin varði frá Magnusi Jondal. Two crucial penalties saved by Matej Asanin in a row for @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/iIdQTKXHUR— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bergerud varði frá Duvnjak í næstu sókn Króata og Jondal jafnaði í 23-23. Króatar fengu lokasóknina en vörn Norðmanna varði skot Duvnjaks. FULL-TIME: It's 23:23 and we have EXTRA TIME!@NORhandball vs @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xf0D7tYhsp— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Hvort lið gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan að honum loknum var jöfn, 24-24. Luka Stepancic kom Króatíu yfir í seinni hálfleik fyrri framlengingar en Sagosen jafnaði með sínu tíunda marki. Kristian Björnsen kom Noregi yfir úr hraðaupphlaupi, 26-25, en Króatía fékk vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Duvnjak fór á vítalínuna, skoraði og því þurfti að framlengja aftur. A penalty in the LAST SECOND and Duvnjak nets it for @HRStwitt . More extra time!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xrihzlNfFU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bæði lið skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar. Í þeim seinni voru mistökin fjölmörg og aðeins eitt mark skorað. Það gerði áðurnefndur Musa og tryggði Króötum sæti í úrslitum EM í fyrsta sinn síðan 2010. EM 2020 í handbolta Króatía Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Króatía er komið í úrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Noregi, 29-28, í tvíframlengdum spennutrylli. Zeljko Musa skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það var hans eina mark í leiknum og aðeins þriðja markið hans á EM. Zeljko Musa's third goal of the tournament - and the one which really counts!@HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/ZxruhSscMU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Króatía mætir annað hvort Spáni eða Slóveníu í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Domagoj Duvnjak var markahæstur Króata með átta mörk. Sander Sagosen átti stórleik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Króatar voru lengst af skrefinu á undan en komumst aldrei meira en þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 10-12, Króatíu í vil. Króatar komust þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 12-15, og fengu tækifæri til að ná fjögurra marka forskoti en Thorbjörn Bergerud varði frá Igor Karacic úr hraðaupphlaupi. With @HRStwitt 3 up, @TSBergerud saves at a crucial moment for @NORhandball#ehfeuro2020 dreamwinremember pic.twitter.com/yKMAp8L5w1— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Noregur skoraði næstu þrjú mörk, jafnaði í 15-15 og Sagosen kom Norðmönnum svo yfir, 17-16, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Gullerud kom Norðmönnum yfir, 22-21, og þeir fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en Matetj Asanin varði víti frá Sagosen. Duvnjak skoraði næstu tvö mörk og kom Króatíu yfir, 22-23. Noregur fékk vítakast en Asanin varði frá Magnusi Jondal. Two crucial penalties saved by Matej Asanin in a row for @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/iIdQTKXHUR— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bergerud varði frá Duvnjak í næstu sókn Króata og Jondal jafnaði í 23-23. Króatar fengu lokasóknina en vörn Norðmanna varði skot Duvnjaks. FULL-TIME: It's 23:23 and we have EXTRA TIME!@NORhandball vs @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xf0D7tYhsp— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Hvort lið gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan að honum loknum var jöfn, 24-24. Luka Stepancic kom Króatíu yfir í seinni hálfleik fyrri framlengingar en Sagosen jafnaði með sínu tíunda marki. Kristian Björnsen kom Noregi yfir úr hraðaupphlaupi, 26-25, en Króatía fékk vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Duvnjak fór á vítalínuna, skoraði og því þurfti að framlengja aftur. A penalty in the LAST SECOND and Duvnjak nets it for @HRStwitt . More extra time!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xrihzlNfFU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bæði lið skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar. Í þeim seinni voru mistökin fjölmörg og aðeins eitt mark skorað. Það gerði áðurnefndur Musa og tryggði Króötum sæti í úrslitum EM í fyrsta sinn síðan 2010.
EM 2020 í handbolta Króatía Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira