Fylgitungl Arion banka til vandræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 14:30 Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. Reiknað er með að hagnaður bankans lækki um tæpa sjö milljarða króna milli ára. Greinandi hjá Capacent segir miklar umbreytingar eiga sér stað á fjármálamörkuðum um þessar mundir. Arion banki sendi frá sér afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Samkvæmt henni hefur bankinn þurft að helminga virði tveggja eigna sinna, Valitors og Stakksbergs, eignarhaldsfélagsins um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Valitor var fært niður um 5,7 milljarða og Stakksberg um 2,3 milljarða. Þetta hefur neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs sem nemur um átta milljörðum króna. Viðvörunin hefur haft óveruleg áhrif á hlutabréf Arion og hafa þau lækkað um rúmt eitt prósent í morgun. Eftir þetta er búist við að hagnaður síðasta árs verði einn milljarður króna. Á síðasta ári nam hann 7,8 milljörðum og lækkar hann þannig um tæpa sjö milljarða milli ára. Snorri Jakobsson, hjá greiningardeild Capacent, bendir á að eiginfjárstaða bankans sé sterk. „Þetta er í raun og veru ekki bankinn sjálfur eða rekstur bankans sem er að skila tapi. Það hafa verið töluverðar breytingar þar innanhúss til að auka sveigjanleika í rekstri. Þetta eru fyrst og fremst þessi tvö fylgitungl sem eru að valda bankanum vandræðum,“ segir Snorri. Í tilkynningu bankans er vísað til óvissu á mörkuðum með sílikon til rökstuðnings niðurfærslunni á verksmiðjunni í Helguvík. Sílikonverksmiðjur hafa víðs vegar verið að draga úr framleiðslu og gæti það haft áhrif á mögulegt kaupverð Stakksbergs. Þá er vísað til tapreksturs Valitor og þess að félagið sé að draga úr fjárfestingum. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna í fyrra og í byrjun árs var greint frá sextíu uppsögnum hjá fyrirtækinu. „Það eru miklar umbreytingar á fjármálamarkaði og sérstaklega á markaði með greiðslumiðlun. Smærri greiðslumiðlanir stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan hvort þau ættu að fara í fjárfestingar eða útrás eða hvort þau ættu að skera niður og minnka umsvifin. Það sem er kannski tilfellið er að Valitor tók fyrri ákvörðunina og það var bara ekki að ganga eftir,“ segir Snorri.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent