Enski boltinn

Solskjær: Klopp fékk fjögur ár, gefið mér tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, biður um þolinmæði og bendir á Liverpool sem gott dæmi þess þar sem stjóri fékk tíma til að búa til nýtt lið.

„Þú sérð önnur lið sem hafa gert vel. Jürgen Klopp eyddi fjórum árum í að byggja upp liðið sitt hjá Liverpool og þeir eru í góðri stöðu,“ sagði Solskjær.

„Ég hef sagt það svo áður að skyndilausn er ekki til. Við fáum ekki 8-10 leikmenn í einum félagaskiptaglugga. Við höfum fengið einn almennilegan félagaskiptaglugga því janúarglugginn er erfiður. En við ætlum að reyna að gera eitthvað núna.“

United hefur tapað tveimur leikjum í röð og er sex stigum frá Meistaradeildarsæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Solskjærs en hann er þess fullviss að hann sé á réttri leið með liðið.

„Þegar þú leggur af stað þarftu að halda þig við áætlunina. Það finnst mér allavega,“ sagði Solskjær.

„Ég ætla að halda mig við það sem félagið hefur treyst mér til að gera og vonandi verður það nógu gott.“

United sækir Tranmere Rovers heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Pogba vonast til að geta hjálpað ungum leikmönnum Manchester United | Myndband

Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, hefur lítið náð að leika listir sínar í vetur vegna þrálátra meiðsla á ökkla. Hann var í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, þar sem hann ræddi meðal annars að hann vildi vera fyrirmynd innan- sem utanvallar hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×