Enski boltinn

Chelsea hefur augastað á markverði Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pope kom til Burnley frá Charlton Athletic 2016.
Pope kom til Burnley frá Charlton Athletic 2016. vísir/getty

Chelsea hefur augastað á Nick Pope, markverði Burnley.

Dýrasti markvörður heims, Kepa Arrizabalaga, hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea síðan hann kom til liðsins 2018.

Chelsea hyggst fjárfesta í markverði til að setja pressu á Kepa.

Pope hefur verið aðalmarkvörður Burnley á þessu tímabili. Hann hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir England og var í enska hópnum á HM 2018.

Chelsea keypti Kepa frá Athletic Bilbao á 72 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×