Chelsea áfram í bikarnum eftir tæpan sigur gegn Hull City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tomori skorar seinna mark Chelsea í dag.
Tomori skorar seinna mark Chelsea í dag.

Chelsea marði B-deilarlið Hull City á útivelli í 4. umferð FA bikarsins í dag. Lokatölur 2-1 og Chelsea því í pottinum er dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar eftir helgi.

Það stefndi í auðveldan sigur Chelsea þegar Michy Matshuay kom gestunum yfir strax á 6. mínútu leiksins með skoti sem fór af varnarmanni Hull og í netið. Algjörlega óverjandi fyrir George Long í marki heimamanna.

Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleiknum og staðan því enn 1-0 Chelsea í vil þegar flautað var til hálfleiks á KCOM vellinum.

Eftir tæplega 20 mínútna leik í síðari hálfleik fékk Chelsea dæmda aukaspyrna utarlega hægra megin á vallarhelmingi Hull. 

Ross Barkley gaf fyrir á fjærsvæðið þar sem Fikayo Tomari skoraði með fínum skalla. Tomari var einn og óvaldur á fjærstöngunni, því má setja stórt spurningamerki við varnarvinnu Hull í markinu.

Þegar 12 mínútur voru til leiksloka fengu heimamenn svo aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Kamil Grosicki tók spyrnuna beint í varnarvegg Chelsea en sem betur fer stökk Mateo Kovačić til hliðar og boltinn fór af honum og í netið. 

Hull reyndu hvað þeir gátu að ná inn jöfnunarmarki en það gekki ekki. 2-1 sigur Chelsea staðreynd og Frank Lampard því kominn með sitt lið í 16-liða úrslit FA bikarsins.


Tengdar fréttir

Jón Daði kom inn af bekknum er Millwall datt út úr FA bikarnum | Öll úrslit dagsins

Jón Daði Böðvarsson og félagar í B-deilarliði Millwall töpuðu á heimavelli gegn Sheffield United í FA bikarnum í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var hvergi sjáanlegur er Burnley tapaði á heimavelli gegn Norwich City. Þá stýrði Slaven Bilic lærisveinum sínum í West Bromwich Albion til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum í West Ham United. Öll úrslit dagsins má finna í fréttinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira