Þjálfarar grófasta og prúðasta liðs EM í handbolta eru íslenskir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Erlingur Birgir Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu spiluðu stóran hluta leikja sinna á EM manni færri enda að fá yfir fimm brottresktra að meðaltali í leik. EPA-EFE/OLE MARTIN WOLD Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9 EM 2020 í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9
EM 2020 í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira