Dreng bjargað af læknum eftir að fiskur stakk hann í gegnum hálsinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 08:06 Einn læknanna sem bjargaði Idul sýnir blaðamönnum mynd af fiskinum. Wahidin Sudirohusodo sjúkrahúsið Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur. Dýr Indónesía Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur.
Dýr Indónesía Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira