Tíunda þrenna LeBron James í vetur og hann nálgast Kobe á stigalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:00 LeBron James hefur átt frábært tímabil með Los Angeles Lakers. Getty/Mike Stobe LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020 NBA Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
LeBron James passaði upp á það að Los Angeles Lakers færi burt með báða sigrana í heimsókn sinni til New York. Eftir að hafa unnið New York Knicks í gær þá fylgdi liðið því eftir með sigri á Brooklyn Nets í nótt. LeBron James var með þrennu í 128-113 sigri Los Angeles Lakers á Brooklyn Nets. James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var tíunda þrennan hans á tímabilinu. LBJ has the @Lakers up at the half on @NBAonTNT. 17 PTS | 6 REB | 7 AST | 3 3PM pic.twitter.com/qmcZOfo62a— NBA (@NBA) January 24, 2020 Lakers liðið skoraði alls nítján þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta á tímabilinu. Tölfræðispekúlantar voru ekki aðeins með augu á þrennunni hjá LeBron James í nótt því hann nálgast nú óðum stigafjölda Kobe Bryant. Allt lítur nú út fyrir að James geti komist upp fyrir Kobe í næsta leik sem er í Philadelphia um helgina. Kobe er einmitt fæddur í Philadelphia. LeBron James er nú kominn með samtals 33.626 stig á NBA-ferlinum en Kobe Bryant endaði sinn feril með 33.643 stig. James vantar nú bara sautján stig til að komast upp í þriðja sæti listans á eftir þeim Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Anthony Davis var með 16 stig og 11 fráköst og Dwight Howard kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og bætti við 14 stigum og 12 fráköstum. Kyrie Irving skoraði 20 stig í fimmta tapi Brooklyn Nets í röð en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luka Doncic skoraði 27 stig og bætti við 9 stoðsendingum og 6 fráköstum þegar Dallas Mavericks vann 133-125 útisigur á Portland Trail Blazers. Doncic skoraði tuttugu af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Damian Lillard skoraði 47 stig fyrir Portland. Dame drops 47 PTS in encore to 61-PT performance! @Dame_Lillard joins Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan, Elgin Baylor, Pete Maravich and Devin Booker as the only players to score 108+ points in back-to-back games. pic.twitter.com/oH9caNiuO6— NBA (@NBA) January 24, 2020 The @dallasmavs (22 3PM) and @trailblazers (21 3PM) tie the NBA-RECORD with 43 combined 3-pointers! pic.twitter.com/13tE3h8MRA— NBA (@NBA) January 24, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 125-133 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 113-128 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 112-124 the updated NBA standings through Thursday night's action. pic.twitter.com/9Q9SNOCV1F— NBA (@NBA) January 24, 2020
NBA Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira