Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:47 Greta Thunberg sagði leiðtogum í Davos að þeir væru ekki að gera nóg til að leysa loftslagsvandann. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna lést ekki þekkja hana þegar hann var fyrst spurður út í málflutning hennar. AP/Michael Probst Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020 Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50
Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09