Kannaði persónueinkenni ofbeldismanna í nánum samböndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:32 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Vísir/Egill Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku. Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Afbrýðisemi, stjórnsemi, tortryggni og afsakanir eru allt orð sem meginþorri þeirra rúmlega tvö hundruð kvenna, sem hafa reynslu af heimilisofbeldi, notaði til að lýsa geranda sínum. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, sem rannsakaði upplifun kvenna á persónuleikaeinkennum ofbeldismanna sinna, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi Stígamóta í hádeginu í dag. Spurningalisti var lagður fyrir 326 konur en rúmlega tvö hundruð þeirra höfuð reynslu af heimilisofbeldi. Það sem vakti strax athygli rannsakandans var hversu frábrugðin, í heildina litið, svör þeirra sem reynslu höfðu af heimilisofbeldi voru svörum þeirra sem ekki bjuggu yfir slíkri reynslu (samanburðarhópurinn). Drífa sagðist hafa numið rauðan þráð í svörum þeirra sem höfðu upplifun af ofbeldi en hún segir að sér hefði þótt það einkar athyglisvert hversu afgerandi munur var á svörum hópanna tveggja. „Stjórnsemi, afbrýðisemi, tortryggni og einangrun eru persónuleikaeinkenni en annað sem er dæmigert eru þessar afsakanir, endalaust, og ásakanir um framhjáhald og að þurfa að vita hvar makinn er, allir eru fífl og fávitar og fyrrverandi eru geðveikar. Þetta er dæmigert og það sem við heyrum rosalega mikið af hérna. Þeir taka aldrei ábyrgð á ofbeldinu.“ Þær konur sem reynslu höfðu af ofbeldi í nánu sambandi voru spurðar hvort gerandinn hefði kennt þeim um ofbeldið. Af þeim 202 sem upplifðu ofbeldi svöruðu 197 konur spurningunni. Í ljós kom að 90,9% þeirra svöruðu játandi. Einn kafli í skýrslunni sem Drífa vann fyrir Kvennaathvarfið er helgaður ráðleggingum kvennanna sem reynslu hafa af heimilisofbeldi til annarra í sömu sporum. „Okkur þótti ótrúlega vænt um það að mjög margar konur gáfu sér tíma í það að fara ofan í sína erfiðu reynslu. Þær sögðu að þetta hefði verið ömurlegt, hræðilegt og erfitt en að þær ráðlegðu konum í svipaðri stöðu að átta sig á því að þær geti ekki bjargað gerandanum og að þær ættu að hætta að reyna það. Þær eigi betra skilið. Leitaðu þér hjálpar, farðu til fagfólks, skoðaðu á netinu hvað er í boði, það er til fullt af stuðningi. Þú þarft bara að opna á hann.“ Drífa segir að mikilvægt sé að afskrímslavæða gerendur í ofbeldismálum. Þeir séu ekki illir menn. „Þeir vakna ekki á morgnanna og hugsa, ah, í dag er góður dagur til að vera vondur við konuna mína. Þeim finnst þeir ekkert vera vondir. Þetta er bara eðlilegt fyrir þeim. Kannski hafa þeir sjálfir svona reynslu, kannski ekki. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur mótast og þeir sjálfir lent í ofbeldi í nánu sambandi á fullorðinsárum og tekið þaðan einhverja „vitneskju.“ Við erum ekki að skoða ástæðuna fyrir því að menn eða konur beita ofbeldi. Það er heil fræðigrein út af fyrir sig.“ Drífa segir þá jafnframt mikilvægt að því sé haldið til haga að þrátt fyrir að einhver tiltekin manneskja hafi til að bera einhver af persónueinkennum sem konurnar tilgreindu í könnuninni um gerendur sína þýði það ekki að viðkomandi sé eða verði ofbeldismaður. Skýrslan er veigamikil og hana er hægt að nálgast inn á heimasíðu Kvennaathvarfsins en hún er aðgengileg öllum, þeim að kostnaðarlausu. Skýrslan er til á ensku og á íslensku.
Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira