Fluttu á Seyðisfjörð til að bæta lífsgæði fjölskyldunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. janúar 2020 17:30 Katla Rut Pétursdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson stofnuðu saman leikfélag á Seyðisfirði og frumsýna sitt fyrsta verk í febrúar. Katla Rut Pétursdóttir var alin upp á Seyðisfirði til 16 ára aldurs og hefur verið með annan fótinn þar síðan. Árið 2018 flutti hún aftur til Seyðisfjarðar og hefur nú stofnað þar atvinnuleikhóp og sviðslistafélag með Kolbeini Arnbjörnssyni eiginmanni sínum. Hópurinn Lið fyrir Lið frumsýnir verkið Skarfur á Seyðisfirði þann 7. febrúar en verkið verður einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. „Verkefnið hefur verið í gangi í tvö ár og farið í gegnum margskonar umbreytingarferli á þeim tíma,“ segir Katla í samtali við Vísi. Katla og Kolbeinn kynntust fyrir tíu árum síðan, árið 2009, þegar þau léku par í stuttmynd. „Stefnan var aldrei beint tekin á Seyðisfjörð en í hvert einasta skipti sem við heimsóttum staðinn þá leið okkur einstaklega vel. Fluttum síðan í maí 2018. Seldum íbúð í 104 og keyptum okkur einbýlishús á Seyðisfirði með því markmiði að bæta við lífsgæði okkar og dætra okkar, meiri rými, nálægð við náttúruna og vilja um að gera húsið algjörlega upp.“ Hryggjarliðirnir pössuðu saman Sviðslistafélagið Lið fyrir lið var stofnað í janúar á síðasta ári og Skarfur er fyrsta verk félagsins. Katla og Kolbeinn eru einu meðlimir leikfélagsins. „Félagið samanstendur af okkur hjónunum en auðvitað þegar búa á til sviðsverk þarf að sækja aðstoð og vinnu til margra. Í samstarfshópi okkar að þessu sinni er leikstjóri, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, ljósmyndari, leikmyndasmiður, ljósahönnuður, markaðsteymi og svo lengi mætti upp telja. Við erum alltaf opin fyrir samstarfi því okkar markmið er að efla, skapa og bæta við nú þegar fjölbreytta lista- og menningarflóru Austurlands. Sem dæmi má nefna erum við nú þegar byrjuð í samtali og samstarfi við danshöfund sem býr í Reykjavík sem vill flytja verk sitt austur og við rithöfund sem býr einnig fyrir sunnan um skrif á kvikmyndahandriti, byggt á hugmynd sem kviknaði út frá sviðslistaverkinu Skarfi.“ Nafnið á félaginu, Lið fyrir lið, er þeim mjög persónulegt. „Sumarið þegar við kynntumst vorum við á göngu í fjörunni á Melrakkasléttu á landi fjölskyldunnar minnar. Ég hafði týnt bein, hryggjarlið úr dýri, sennilega kind, og geymt í vasanum. Þegar við komum svo að húsinu aftur þá dregur Kolbeinn upp nákvæmlega eins hryggjarlið og réttir mér. Ég rétti honum minn og það var eiginlega okkar trúlofun. Hryggjarliðirnir pössuðu saman. Lið fyrir lið hefur svo auðvitað skemmtilega skírskotun bæði í verklag og samvinnu.“ Skarfur er nýtt íslenskt sviðsverk á 70 ára afmælisdagskrá Þjóðleikhússins. Sviðsverkið er skrifað af Kolbeini sem er einnig flytjandi verksins og er styrkt af Menningar-og menntamálaráðuneytinu, Rannís og uppbyggingarsjóði Austurlands. „Skarfur er rannsókn á skynjun, náttúru, tíma, minningum og arfleið. Stór og epísk rannsóknarefni sem við nálgumst með næmni og forvitni.“ Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson, nýráðinn dramatúrg við Borgarleikhúsið en hljóðheimur og tónlist er í höndum Benna Hemm Hemm. Tvær vikur eru í frumsýningu og Katla segir að undirbúningurinn gangi virkilega vel. „Þökk sé samstilltum hópi, vinnusemi, næmni og ómetanlegri aðstoð frá ótal fólki í kringum okkur.“ Um verkið: Í verkinu Skarfur leitast sviðslistahópurinn Lið fyrir Lið við að umbreyta hugsuninni um að skynjun og skilningur séu andstæðir pólar í gegnum náttúruna í manninum og manninn í náttúrunni. Vandamál manneskjunnar á lífsleiðinni virðast alltaf vera köllun til umbreytinga og viðhorfsbreytinga. Umhverfið er hugsanlega vinnustofa listamanns, rannsóknarstofa, geimskip, leikherbergi barns, eyðimörk, fjallgarður. Andlitsdrættir og svipbrigði aðalpersónu verksins hafa ekki enn verið fullskapaðir. Hún mátar sig við heiminn í gegnum ferðalag sem minnir helst á draum. Hvað sjáum við, heyrum, finnum, skiljum og skynjum? Frumleg og fyndin sýning sem kemur áhorfendanum sífellt á óvart. Ástin og lífið Leikhús Seyðisfjörður Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Katla Rut Pétursdóttir var alin upp á Seyðisfirði til 16 ára aldurs og hefur verið með annan fótinn þar síðan. Árið 2018 flutti hún aftur til Seyðisfjarðar og hefur nú stofnað þar atvinnuleikhóp og sviðslistafélag með Kolbeini Arnbjörnssyni eiginmanni sínum. Hópurinn Lið fyrir Lið frumsýnir verkið Skarfur á Seyðisfirði þann 7. febrúar en verkið verður einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. „Verkefnið hefur verið í gangi í tvö ár og farið í gegnum margskonar umbreytingarferli á þeim tíma,“ segir Katla í samtali við Vísi. Katla og Kolbeinn kynntust fyrir tíu árum síðan, árið 2009, þegar þau léku par í stuttmynd. „Stefnan var aldrei beint tekin á Seyðisfjörð en í hvert einasta skipti sem við heimsóttum staðinn þá leið okkur einstaklega vel. Fluttum síðan í maí 2018. Seldum íbúð í 104 og keyptum okkur einbýlishús á Seyðisfirði með því markmiði að bæta við lífsgæði okkar og dætra okkar, meiri rými, nálægð við náttúruna og vilja um að gera húsið algjörlega upp.“ Hryggjarliðirnir pössuðu saman Sviðslistafélagið Lið fyrir lið var stofnað í janúar á síðasta ári og Skarfur er fyrsta verk félagsins. Katla og Kolbeinn eru einu meðlimir leikfélagsins. „Félagið samanstendur af okkur hjónunum en auðvitað þegar búa á til sviðsverk þarf að sækja aðstoð og vinnu til margra. Í samstarfshópi okkar að þessu sinni er leikstjóri, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, ljósmyndari, leikmyndasmiður, ljósahönnuður, markaðsteymi og svo lengi mætti upp telja. Við erum alltaf opin fyrir samstarfi því okkar markmið er að efla, skapa og bæta við nú þegar fjölbreytta lista- og menningarflóru Austurlands. Sem dæmi má nefna erum við nú þegar byrjuð í samtali og samstarfi við danshöfund sem býr í Reykjavík sem vill flytja verk sitt austur og við rithöfund sem býr einnig fyrir sunnan um skrif á kvikmyndahandriti, byggt á hugmynd sem kviknaði út frá sviðslistaverkinu Skarfi.“ Nafnið á félaginu, Lið fyrir lið, er þeim mjög persónulegt. „Sumarið þegar við kynntumst vorum við á göngu í fjörunni á Melrakkasléttu á landi fjölskyldunnar minnar. Ég hafði týnt bein, hryggjarlið úr dýri, sennilega kind, og geymt í vasanum. Þegar við komum svo að húsinu aftur þá dregur Kolbeinn upp nákvæmlega eins hryggjarlið og réttir mér. Ég rétti honum minn og það var eiginlega okkar trúlofun. Hryggjarliðirnir pössuðu saman. Lið fyrir lið hefur svo auðvitað skemmtilega skírskotun bæði í verklag og samvinnu.“ Skarfur er nýtt íslenskt sviðsverk á 70 ára afmælisdagskrá Þjóðleikhússins. Sviðsverkið er skrifað af Kolbeini sem er einnig flytjandi verksins og er styrkt af Menningar-og menntamálaráðuneytinu, Rannís og uppbyggingarsjóði Austurlands. „Skarfur er rannsókn á skynjun, náttúru, tíma, minningum og arfleið. Stór og epísk rannsóknarefni sem við nálgumst með næmni og forvitni.“ Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson, nýráðinn dramatúrg við Borgarleikhúsið en hljóðheimur og tónlist er í höndum Benna Hemm Hemm. Tvær vikur eru í frumsýningu og Katla segir að undirbúningurinn gangi virkilega vel. „Þökk sé samstilltum hópi, vinnusemi, næmni og ómetanlegri aðstoð frá ótal fólki í kringum okkur.“ Um verkið: Í verkinu Skarfur leitast sviðslistahópurinn Lið fyrir Lið við að umbreyta hugsuninni um að skynjun og skilningur séu andstæðir pólar í gegnum náttúruna í manninum og manninn í náttúrunni. Vandamál manneskjunnar á lífsleiðinni virðast alltaf vera köllun til umbreytinga og viðhorfsbreytinga. Umhverfið er hugsanlega vinnustofa listamanns, rannsóknarstofa, geimskip, leikherbergi barns, eyðimörk, fjallgarður. Andlitsdrættir og svipbrigði aðalpersónu verksins hafa ekki enn verið fullskapaðir. Hún mátar sig við heiminn í gegnum ferðalag sem minnir helst á draum. Hvað sjáum við, heyrum, finnum, skiljum og skynjum? Frumleg og fyndin sýning sem kemur áhorfendanum sífellt á óvart.
Ástin og lífið Leikhús Seyðisfjörður Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira