Saksóknarar í Angóla saka ríkustu konu Afríku um fjárdrátt og peningaþvætti Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2020 10:40 Isabel dos Santos er dóttir forsetans fyrrvernandi, José Eduardo dos Santos. EPA Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala. Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala.
Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00