Zion mættur í NBA og kveikti í höllinni með svaka sýningu í lokaleikhlutanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 08:00 Zion Williamson skoraði sautján stig í röð í fjórða leikhlutanum og allt varð vitlaust í höllinni í New Orleans. Hér skorar hann eina af átta körfum sínum í leiknum. Getty/Chris Graythen/ Zion Williamson náði ekki að fagna sigri í langþráðum fyrsta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en sýndi hversu hann er megnugur með mögnuðum spretti í lokaleikhlutanum.Zion Williamson var með 22 stig og 7 fráköst á 18 mínútum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum fyrir New Orleans Pelicans þegar liðið tapaði 117-121 á heimavelli á móti San Antonio Spurs. No. 1 overall draft pick @Zionwilliamson goes for 22 PTS (4-4 3PM), including 17 straight 4th quarter points, in his NBA debut for the @PelicansNBA! #NBARooks x #WontBowDownpic.twitter.com/WrcChMAWSe— NBA (@NBA) January 23, 2020 New Orleans Pelicans valdi Zion Williamson fyrstan í nýliðavalinu en eftir að hann meiddist á undirbúningstímabilinu þurfti liðið og stuðningsmennirnir að bíða í 43 leiki eftir að sjá hann spila. Þegar fjórði leikhlutinn hófst var strákurinn aðeins með fimm stig og fjögur fráköst en hafði tapað boltanum fjórum sinnum. Það stefndi því í vonbrigðabyrjun. Zion Williamson sýndi hversu hann var megnugur á svakalegum þriggja mínútna kafla þegar hann skoraði fjóra þrista og alls 17 af 22 stigum sínum í leiknum. Zion kveikti heldur betur í höllinni og New Orleans Pelicans liðið minnkaði muninn í tvö stig, 119-117. Strákurinn var hins vegar tekinn af velli eftir þennan svaka sprett og Spurs-liðið náði að landa sigrinum með hann á bekknum því Zion kom ekki meira inn á. @AntDavis23 (28 PTS) & @KingJames (21 PTS, 6 REB, 5 AST) power the @Lakers win at MSG! #LakeShowpic.twitter.com/A0E3ZRrxJX— NBA (@NBA) January 23, 2020 LeBron James skoraði 19 af 21 stigi sínu snemma leiks þegar Los Angeles Lakers vann 100-92 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig í öðrum leik sínum eftir að hann kom til baka eftir meiðsli. @jcollins20_ puts up 33 PTS, 16 REB to lead the @ATLHawks over LAC at home! #TrueToAtlantapic.twitter.com/Bc5OQ3AeKw— NBA (@NBA) January 23, 2020 Mjög óvænt úrslit urðu í Atlanta þegar heimamenn í Hawks, sem léku án aðalstjörnu sinnar Trae Young, unnu upp 21 stigs forskot og náðu að landa sigri á móti stórliði Los Angeles Clippers. John Collins var með 33 stig fyrir Atlanta Hawks liðið en Clippers lék án þeirra Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverly.Pascal Siakam var með 18 stig og 15 fráköst og Fred VanVleet skoraði 22 stig þegar meistararnir í Toronto Raptors unnu 107-95 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Herro career-high 7 threes @raf_tyler pours in 25 PTS and a @MiamiHEAT rookie record 7 triples as MIA moves to 8-0 in OT this season! #NBARooks#HEATTwitterpic.twitter.com/3h4oXUDX10— NBA (@NBA) January 23, 2020 Dennis Schroder tallies 31 PTS, 9 AST off the bench in the @okcthunder's 4th consecutive win! #ThunderUppic.twitter.com/YTBDfdfoeG— NBA (@NBA) January 23, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons-Sacramento Kings 127-106 Orlando Magic-Oklahoma City Thunder 114-120 Toronto Raptors-Philadelphia 76ers 107-95 Atlanta Hawks-Los Angeles Clippers 102-95 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 119-95 Miami Heat-Washington Wizards 134-129 New York Knicks-Los Angeles Lakers 92-100 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 117-110 Houston Rockets-Denver Nuggets 121-105 Phoenix Suns-Indiana Pacers 87-112 New Orleans Pelicans-San Antonio Spurs 117-121 Golden State Warriors-Utah Jazz 96-129 NBA Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Zion Williamson náði ekki að fagna sigri í langþráðum fyrsta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en sýndi hversu hann er megnugur með mögnuðum spretti í lokaleikhlutanum.Zion Williamson var með 22 stig og 7 fráköst á 18 mínútum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum fyrir New Orleans Pelicans þegar liðið tapaði 117-121 á heimavelli á móti San Antonio Spurs. No. 1 overall draft pick @Zionwilliamson goes for 22 PTS (4-4 3PM), including 17 straight 4th quarter points, in his NBA debut for the @PelicansNBA! #NBARooks x #WontBowDownpic.twitter.com/WrcChMAWSe— NBA (@NBA) January 23, 2020 New Orleans Pelicans valdi Zion Williamson fyrstan í nýliðavalinu en eftir að hann meiddist á undirbúningstímabilinu þurfti liðið og stuðningsmennirnir að bíða í 43 leiki eftir að sjá hann spila. Þegar fjórði leikhlutinn hófst var strákurinn aðeins með fimm stig og fjögur fráköst en hafði tapað boltanum fjórum sinnum. Það stefndi því í vonbrigðabyrjun. Zion Williamson sýndi hversu hann var megnugur á svakalegum þriggja mínútna kafla þegar hann skoraði fjóra þrista og alls 17 af 22 stigum sínum í leiknum. Zion kveikti heldur betur í höllinni og New Orleans Pelicans liðið minnkaði muninn í tvö stig, 119-117. Strákurinn var hins vegar tekinn af velli eftir þennan svaka sprett og Spurs-liðið náði að landa sigrinum með hann á bekknum því Zion kom ekki meira inn á. @AntDavis23 (28 PTS) & @KingJames (21 PTS, 6 REB, 5 AST) power the @Lakers win at MSG! #LakeShowpic.twitter.com/A0E3ZRrxJX— NBA (@NBA) January 23, 2020 LeBron James skoraði 19 af 21 stigi sínu snemma leiks þegar Los Angeles Lakers vann 100-92 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig í öðrum leik sínum eftir að hann kom til baka eftir meiðsli. @jcollins20_ puts up 33 PTS, 16 REB to lead the @ATLHawks over LAC at home! #TrueToAtlantapic.twitter.com/Bc5OQ3AeKw— NBA (@NBA) January 23, 2020 Mjög óvænt úrslit urðu í Atlanta þegar heimamenn í Hawks, sem léku án aðalstjörnu sinnar Trae Young, unnu upp 21 stigs forskot og náðu að landa sigri á móti stórliði Los Angeles Clippers. John Collins var með 33 stig fyrir Atlanta Hawks liðið en Clippers lék án þeirra Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverly.Pascal Siakam var með 18 stig og 15 fráköst og Fred VanVleet skoraði 22 stig þegar meistararnir í Toronto Raptors unnu 107-95 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Herro career-high 7 threes @raf_tyler pours in 25 PTS and a @MiamiHEAT rookie record 7 triples as MIA moves to 8-0 in OT this season! #NBARooks#HEATTwitterpic.twitter.com/3h4oXUDX10— NBA (@NBA) January 23, 2020 Dennis Schroder tallies 31 PTS, 9 AST off the bench in the @okcthunder's 4th consecutive win! #ThunderUppic.twitter.com/YTBDfdfoeG— NBA (@NBA) January 23, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons-Sacramento Kings 127-106 Orlando Magic-Oklahoma City Thunder 114-120 Toronto Raptors-Philadelphia 76ers 107-95 Atlanta Hawks-Los Angeles Clippers 102-95 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 119-95 Miami Heat-Washington Wizards 134-129 New York Knicks-Los Angeles Lakers 92-100 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 117-110 Houston Rockets-Denver Nuggets 121-105 Phoenix Suns-Indiana Pacers 87-112 New Orleans Pelicans-San Antonio Spurs 117-121 Golden State Warriors-Utah Jazz 96-129
NBA Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira