Einkunnir strákanna okkar á móti Svíþjóð: Kári bestur í lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 22:00 Kári Kristjánsson skorar eitt af fimm mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. Svíar löbbuðu hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina og þetta voru án efa verstu sextíu mínútur íslenska liðsins á þessu Evrópumóti. Það var ekki einn einstakur slakur kafli eins og í nokkrum leikjanna því allur leikur liðsins var í raun slakur. Það fór ekki framhjá neinum að tankurinn var tómur hjá íslenska liðinu og var erfitt að horfa upp á máttleysi liðsins þegar Svíarnir fengu að gera það sem þeir vildu. Þessi frammistaða kemur vissulega fram í einkunnum okkar og þá sérstaklega hjá varnarmönnum liðsins sem voru þarna að fá sína verstu dóma á mótinu. Guðmundur Guðmundsson henti yngri mönnum inn í byrjunarliðið sem var dýrmæt reynsla fyrir þá en skilaði ekki miklu hvað varðar gengi liðsins. Þetta var vissulega leikur upp á stoltið en Svíarnir voru alltof hraustir fyrir bensínlausa Íslendinga í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Kári Kristján Kristjánsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en vinstri hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur fengu líka ágæta dóma. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (5 varin skot- 32:47 mín.) Viktor Gísli fékk enn og aftur tækifæri á stóra sviðinu en fann sig engan veginn í markinu gegn sterku liði Svía. Átti hins vegar frábærar innkomu á þessu móti sem fer í reynslubankann.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 4 (4 mörk - 30:00 mín.) Guðjón Valur lék mjög í fyrri hálfleik þar sem hreinlega geislaði af honum. Það er ekki sjálfgefið að hafa slíkan mann í íslenska liðinu. Það var líf í honum á Evrópumótinu og við hæfi að segja: Takk, Guðjón.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 45:15 mín.) Aron Pálmarsson var kannski maðurinn sem kom okkur í þá stöðu að leika í þessum milliriðli með frábærri frammistöðu og eftirminnilegri gegn Dönum. Það mæddi mikið á honum í öllum leikjum íslenska liðsins. Hann lagði sig fram og reyndi allt sem hann gat. Þegar mest á reyndi, þegar liðið var komið í milliriðil, gekk það ekki upp sem eru vonbrigði.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 15:53 mín.) Haukur fékk tækifæri til að sýna sig og sanna í leiknum gegnum Svíum sem og gegn Norðmönnum. Það mátti greinilega glöggt greina á hans leik að honum skortir vigt og kíló til að standast þeim bestu snúninginn. Hæfileikarnir, guð minn góður, þeir sjást langar leiðir. Hann þarf í það minnsta tvö ár til viðbótar. Þá vonandi kemst hann í fremstu röð.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 23:02 mín.) Viggó hefur verið fín viðbót og búbót fyrir íslenska liðið. Hann hefur átt mjög góða spretti á mótinu. Hann er hins vegar ekki leikmaður sem getur borið uppi skyttustöðuna hægra megin á vellinum.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Arnór fann engan takt á þessu móti og það er miður. Leikið frábærlega í Þýskalandi, það vita þeir sem fylgst hafa með þýska boltanum. Þetta Evrópumót fyrir hann hljóta að vera mikil vonbrigði.Kári Kristjánsson, lína - 4 (5 mörk - 14:15 mín.) Kári var í raun frábær og í raun einn besti leikmaður liðsins gegn Svíum. Sóknarmaður af guðs náð og keppnismaður mikill. Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu skortir þó þrek til að leika sjö leiki á tólf dögum. Komst samt lygilega vel frá mótinu.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 2 (4 stopp - 37:41 mín.) Ýmir var í vandræðum í vörninni gegn Svíum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Frammistaðan var mun betri í síðari hálfleik en eins og hjá mörgum öðrum í íslenska liðinu þá skorti hann styrk og kíló til að komast í allra fremstu röð. Yfir höfuð mjög gott mót hjá honum. Frábær karakter og keppnismaður. Elvar Örn Jónsson, vörn - 2 (4 stopp - 25:27 mín.) Elvar olli miklum vonbrigðum þann stutta tíma sem hann fékk að spreyta sig í sóknarleiknum á þessu móti. Í varnarleiknum var hann hins vegar frábær. Hann þarf að skoða sinn leik í framhaldinu, ekki síst hvað brást hjá honum í sóknarleiknum. Það vita allir að hann getur betur þar en hann sýndi.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (2 varin skot- 27:13 mín.) Björgvin átti fína spretti og góða leiki á þessu Evrópumóti. Það er hins vegar áhyggjuefni og vandséð hvaða markvörður getur tekið við af honum ef frá er talinn Viktor Gísli. Staðan er einföld, ef Björgvin vill spila og gefur kost á sér áfram, er varla hægt að ganga framhjá honum.Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 34:40 mín.) Takk Alexander. Takk fyrir að gefa aftur kost á þér og hjálpa ungu liði að fóta sig á stóra sviðinu. Án Alexanders hefði verið ómögulegt að komast áfram. Líklega jafnbesti leikmaður íslenska liðsins, heilt yfir, á þessu Evrópumóti. Undir lokin var aldurinn hins vegar farinn að telja. Ótrúlegur leikmaður.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (5/1 mörk - 30:00 mín.) Bjarki tók við af Guðjóni Val í síðari hálfleik, sýndi allar sínar bestu hliðar í sókninni, er vogaður leikmaður sem spilar í bestu deild í heimi. Hann verður betri og við þurfum engar áhyggjur að hafa af hans stöðu í liðinu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (2 mörk - 29:19 mín.) Sigvaldi er einn af þessum ungu mönnum sem heillaði okkur með frammistöðu sinni í nokkrum leikjum á mótinu. Hann virtist hins vegar gefa eftir þegar á mótið leið. Hann er hæfileikaríkur og er að fara í eitt besta lið heims þannig að hann mun skína skært með íslenska liðinu á næstu árum.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 18.36 mín.) Ólafur fékk því miður ekki að hefja leikinn gegn Svíþjóð eftir frábæra frammistöðu gegn Noregi. Það kann að hafa setið í honum í leiknum gegn Svíum þar sem hann fann engan takt í sinn leik. Hann var í vandræðum í vörninni eins og allt íslenska liðið.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 7:40 mín.) Fékk fáar mínútur í leiknum gegn Svíum, sýndi hins vegar frábæra takta í mörgum leikjum og það verður kannski erfitt að ganga framhjá honum í komandi verkefnum. Þarf hins vegar að gera betur þegar mest á reynir en klárlega framför í hans leik og í hans hlutverki með íslenska liðinu.Sveinn Jóhannsson, lína - 3 (1 mark - 18:12 mín.) Fékk mikilvægar mínútur, þær fyrstu á stórmóti. Skoraði sitt fyrsta mark á stóra sviðinu. Stór og stæðilegur leikmaður og greinilega framtíðarmaður en tíminn verður að leiða það í ljós hvort hann nái að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu og verða betri. Það er þó líklegra en ekki.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Undir stjórn Guðmundar tókst liðinu að komast í milliriðil á stórmóti. Íslenska liðið sýndi frábæra takta í mörgum leikjum en því miður skortir liðinu styrk og stöðugleika til að gera betur. Hann gaf ungum mönnum tækifæri í bland við þá eldri sem er plús. Hann hélt við sinn keip varnarlega sem margir gagnrýndu hann fyrir. Guðmundur hefur enn tíma til að koma liðinu í hóp þeirra átta bestu eins og að var stefnt. Hann á hins vegar afar vandasamt verkefni fram undan í umspili fyrir heimsmeistaramótið. Er liðið undir hans stjórn á réttri leið? Einfaldasta svarið er já en kannski er lengra í land en menn héldu.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði illa í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn Svíum og var í miklum vandræðum allan tímann. Munurinn á endanum var sjö mörk en sigur Svía var aldrei í hættu. Svíar löbbuðu hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina og þetta voru án efa verstu sextíu mínútur íslenska liðsins á þessu Evrópumóti. Það var ekki einn einstakur slakur kafli eins og í nokkrum leikjanna því allur leikur liðsins var í raun slakur. Það fór ekki framhjá neinum að tankurinn var tómur hjá íslenska liðinu og var erfitt að horfa upp á máttleysi liðsins þegar Svíarnir fengu að gera það sem þeir vildu. Þessi frammistaða kemur vissulega fram í einkunnum okkar og þá sérstaklega hjá varnarmönnum liðsins sem voru þarna að fá sína verstu dóma á mótinu. Guðmundur Guðmundsson henti yngri mönnum inn í byrjunarliðið sem var dýrmæt reynsla fyrir þá en skilaði ekki miklu hvað varðar gengi liðsins. Þetta var vissulega leikur upp á stoltið en Svíarnir voru alltof hraustir fyrir bensínlausa Íslendinga í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Kári Kristján Kristjánsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en vinstri hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur fengu líka ágæta dóma. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (5 varin skot- 32:47 mín.) Viktor Gísli fékk enn og aftur tækifæri á stóra sviðinu en fann sig engan veginn í markinu gegn sterku liði Svía. Átti hins vegar frábærar innkomu á þessu móti sem fer í reynslubankann.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 4 (4 mörk - 30:00 mín.) Guðjón Valur lék mjög í fyrri hálfleik þar sem hreinlega geislaði af honum. Það er ekki sjálfgefið að hafa slíkan mann í íslenska liðinu. Það var líf í honum á Evrópumótinu og við hæfi að segja: Takk, Guðjón.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 45:15 mín.) Aron Pálmarsson var kannski maðurinn sem kom okkur í þá stöðu að leika í þessum milliriðli með frábærri frammistöðu og eftirminnilegri gegn Dönum. Það mæddi mikið á honum í öllum leikjum íslenska liðsins. Hann lagði sig fram og reyndi allt sem hann gat. Þegar mest á reyndi, þegar liðið var komið í milliriðil, gekk það ekki upp sem eru vonbrigði.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 15:53 mín.) Haukur fékk tækifæri til að sýna sig og sanna í leiknum gegnum Svíum sem og gegn Norðmönnum. Það mátti greinilega glöggt greina á hans leik að honum skortir vigt og kíló til að standast þeim bestu snúninginn. Hæfileikarnir, guð minn góður, þeir sjást langar leiðir. Hann þarf í það minnsta tvö ár til viðbótar. Þá vonandi kemst hann í fremstu röð.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 23:02 mín.) Viggó hefur verið fín viðbót og búbót fyrir íslenska liðið. Hann hefur átt mjög góða spretti á mótinu. Hann er hins vegar ekki leikmaður sem getur borið uppi skyttustöðuna hægra megin á vellinum.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Arnór fann engan takt á þessu móti og það er miður. Leikið frábærlega í Þýskalandi, það vita þeir sem fylgst hafa með þýska boltanum. Þetta Evrópumót fyrir hann hljóta að vera mikil vonbrigði.Kári Kristjánsson, lína - 4 (5 mörk - 14:15 mín.) Kári var í raun frábær og í raun einn besti leikmaður liðsins gegn Svíum. Sóknarmaður af guðs náð og keppnismaður mikill. Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu skortir þó þrek til að leika sjö leiki á tólf dögum. Komst samt lygilega vel frá mótinu.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 2 (4 stopp - 37:41 mín.) Ýmir var í vandræðum í vörninni gegn Svíum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Frammistaðan var mun betri í síðari hálfleik en eins og hjá mörgum öðrum í íslenska liðinu þá skorti hann styrk og kíló til að komast í allra fremstu röð. Yfir höfuð mjög gott mót hjá honum. Frábær karakter og keppnismaður. Elvar Örn Jónsson, vörn - 2 (4 stopp - 25:27 mín.) Elvar olli miklum vonbrigðum þann stutta tíma sem hann fékk að spreyta sig í sóknarleiknum á þessu móti. Í varnarleiknum var hann hins vegar frábær. Hann þarf að skoða sinn leik í framhaldinu, ekki síst hvað brást hjá honum í sóknarleiknum. Það vita allir að hann getur betur þar en hann sýndi.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (2 varin skot- 27:13 mín.) Björgvin átti fína spretti og góða leiki á þessu Evrópumóti. Það er hins vegar áhyggjuefni og vandséð hvaða markvörður getur tekið við af honum ef frá er talinn Viktor Gísli. Staðan er einföld, ef Björgvin vill spila og gefur kost á sér áfram, er varla hægt að ganga framhjá honum.Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 34:40 mín.) Takk Alexander. Takk fyrir að gefa aftur kost á þér og hjálpa ungu liði að fóta sig á stóra sviðinu. Án Alexanders hefði verið ómögulegt að komast áfram. Líklega jafnbesti leikmaður íslenska liðsins, heilt yfir, á þessu Evrópumóti. Undir lokin var aldurinn hins vegar farinn að telja. Ótrúlegur leikmaður.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (5/1 mörk - 30:00 mín.) Bjarki tók við af Guðjóni Val í síðari hálfleik, sýndi allar sínar bestu hliðar í sókninni, er vogaður leikmaður sem spilar í bestu deild í heimi. Hann verður betri og við þurfum engar áhyggjur að hafa af hans stöðu í liðinu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (2 mörk - 29:19 mín.) Sigvaldi er einn af þessum ungu mönnum sem heillaði okkur með frammistöðu sinni í nokkrum leikjum á mótinu. Hann virtist hins vegar gefa eftir þegar á mótið leið. Hann er hæfileikaríkur og er að fara í eitt besta lið heims þannig að hann mun skína skært með íslenska liðinu á næstu árum.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 18.36 mín.) Ólafur fékk því miður ekki að hefja leikinn gegn Svíþjóð eftir frábæra frammistöðu gegn Noregi. Það kann að hafa setið í honum í leiknum gegn Svíum þar sem hann fann engan takt í sinn leik. Hann var í vandræðum í vörninni eins og allt íslenska liðið.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 7:40 mín.) Fékk fáar mínútur í leiknum gegn Svíum, sýndi hins vegar frábæra takta í mörgum leikjum og það verður kannski erfitt að ganga framhjá honum í komandi verkefnum. Þarf hins vegar að gera betur þegar mest á reynir en klárlega framför í hans leik og í hans hlutverki með íslenska liðinu.Sveinn Jóhannsson, lína - 3 (1 mark - 18:12 mín.) Fékk mikilvægar mínútur, þær fyrstu á stórmóti. Skoraði sitt fyrsta mark á stóra sviðinu. Stór og stæðilegur leikmaður og greinilega framtíðarmaður en tíminn verður að leiða það í ljós hvort hann nái að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu og verða betri. Það er þó líklegra en ekki.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Undir stjórn Guðmundar tókst liðinu að komast í milliriðil á stórmóti. Íslenska liðið sýndi frábæra takta í mörgum leikjum en því miður skortir liðinu styrk og stöðugleika til að gera betur. Hann gaf ungum mönnum tækifæri í bland við þá eldri sem er plús. Hann hélt við sinn keip varnarlega sem margir gagnrýndu hann fyrir. Guðmundur hefur enn tíma til að koma liðinu í hóp þeirra átta bestu eins og að var stefnt. Hann á hins vegar afar vandasamt verkefni fram undan í umspili fyrir heimsmeistaramótið. Er liðið undir hans stjórn á réttri leið? Einfaldasta svarið er já en kannski er lengra í land en menn héldu.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47
Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. 21. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti