Fyrsti deildarsigur Spurs á árinu | Öruggt hjá Leicester Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2020 21:45 Son skorar sigurmark Tottenham. vísir/epa Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á botnliði Norwich City, 2-1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Spurs síðan á öðrum degi jóla. Dele Alli kom Tottenham yfir á 38. mínútu og heimamenn leiddu í hálfleik, 1-0. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka jafnaði Teemu Pukki með marki úr vítaspyrnu. Son átti hins vegar síðasta orðið og skoraði sigurmark Tottenham á 79. mínútu. Eftir tvö töp í röð vann Leicester City öruggan sigur á West Ham, 4-1. Ayozé Pérez skoraði tvö mörk fyrir Leicester sem er í 3. sæti deildarinnar. Harvey Barnes og Ricardo Pereira skoruðu sitt markið hvor. Mark Noble skoraði mark Hamranna úr vítaspyrnu. West Ham er í 17. sæti deildarinnar. Enski boltinn
Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á botnliði Norwich City, 2-1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Spurs síðan á öðrum degi jóla. Dele Alli kom Tottenham yfir á 38. mínútu og heimamenn leiddu í hálfleik, 1-0. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka jafnaði Teemu Pukki með marki úr vítaspyrnu. Son átti hins vegar síðasta orðið og skoraði sigurmark Tottenham á 79. mínútu. Eftir tvö töp í röð vann Leicester City öruggan sigur á West Ham, 4-1. Ayozé Pérez skoraði tvö mörk fyrir Leicester sem er í 3. sæti deildarinnar. Harvey Barnes og Ricardo Pereira skoruðu sitt markið hvor. Mark Noble skoraði mark Hamranna úr vítaspyrnu. West Ham er í 17. sæti deildarinnar.