Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar 22. janúar 2020 10:15 Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun