Kyrkti sléttuúlf sem réðst á barn hans Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:53 Ian O'Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn. Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn.
Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41
Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47