Vígahópar stjórna landamærum Kólumbíu og Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:15 Þrátt fyrir tilraunir hefur öryggissveitum mistekist að ná tökum á svæðinu. EPA/MIGUEL GUTIÉRREZ Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm. Kólumbía Venesúela Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira