Vígahópar stjórna landamærum Kólumbíu og Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:15 Þrátt fyrir tilraunir hefur öryggissveitum mistekist að ná tökum á svæðinu. EPA/MIGUEL GUTIÉRREZ Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm. Kólumbía Venesúela Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira