Handbolti

Haukur: Auðvitað vill maður spila

Anton Ingi Leifsson skrifar

Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld.

Ísland mætir Svíþjóð í lokaleik liðsins í milliriðlinum og Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Hauk eftir tapið gegn Noregi í gær.

„Ég held að við komum brjálaðir inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Haukur um hvernig hann vill sjá liðið mæta til leiks í kvöld.

„Það er mikilvægt að mæta til leiks. Svíarnir eru með frábært lið og við verðum að koma 100% og ná í tvö stig.“

Haukur skilaði virkilega góðu dagsverki í gær er hann kom inn í síðari hálfleikinn í vonlítilli stöðu gegn Noregi. Hann er klár í að spila meira.

„Að sjálfsögðu. Ég er alltaf klár. Auðvitað vill maður spila og gera sitt besta þegar maður fær tækifærið.“

Haukur missti af einum leik vegna meiðsla en segir að það sé ekki að angra hann mikið lengur.

„Já, ég er góður. Það er smá bólga ennþá en ekkert til að kvarta yfir,“ sagði Haukur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×