Handbolti

Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði

Anton Ingi Leifsson skrifar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins.

Ísland mætir Svíþjóð í dag en þetta verður síðasti leikur Íslands í milliriðlinum og þar af leiðandi síðasti leikur liðsins á mótinu.

Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Guðmund eftir leikinn í gær gegn Noregi og spurði hann út í Svíaleikinn og hvernig hann myndi ná mönnum upp á tærnar.

„Ég mun ræða byrjunina á leiknum við strákanna en að öðru leyti er ekki tími fyrir neitt volæði. Við þurfum nú að safna kröftum fyrir leikinn gegn Svíum og fara í þennan leik gegn Svíum með allt sem við eigum.“







Einungis sólarhringur er á milli leikja og Guðmundur segir að þjálfararnir séu nú þegar búnir að greina Svíana.

„Við erum búnir að greina þá alveg. Við erum með það á hreinu en tíminn fer bara í það að safna kröftum og leggja fram okkar áætlanir og setja fram ákveðinn sáttmála hvernig við ætlum að fara í þennan leik.“

„Það er það sem ég vil gera fyrir þennan leik svo við séum allir á sömu blaðsíðu þegar leikurinn hefst á morgun.“

Guðmundur vill að menn skilji líf og sál eftir á vellinum í kvöld.

„Ég vil fá allt í þennan leik á morgun (innsk. blm. í kvöld),“ sagði Guðmundur.

Vísir mun, eins og allt mótið, fylgjast vel með leik dagsins og gera honum góð skil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×