„Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 22:20 Snarrótin gagnrýnir að lögregla sé send ein í útköll þar sem óskað er sérstaklega eftir aðstoð sjúkrabíls. Vísir/Vilhelm Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“ Lögreglan Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“
Lögreglan Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira