Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. Hann og Björgvin Páll Gústavsson deila leiktímanum á milli stanga íslenska marksins en Viktor Gísli virðist vera að stíga upp sem aðalmarkvörður liðsins en þessi fyrrum leikmaður Fram sem nú leikur með GOG Håndbold í Danmörku er aðeins 19 ára gamall.
Viktor Gísli átti frábæran leik er Ísland tapaði með þriggja mark mun gegn Norðmönnum í gær. Lokatölur leiksins 31-28 eftir hörmungar byrjun íslenska liðsins en ekki verður hægt að saka Viktor um slaka frammistöðu.
Alls lék hann 41 mínútu og á þeim tíma varði hann samtals 15 skot, þar af tvö víti. Gerir það 42% markvörslu sem er ekki amagalegt. Frammistaða hans var svo góð raunar að hann var á endanum valinn maður leiksins. Er hann yngsti leikmaður mótsins sem fær slíka viðurkenningu, það sem af er móti allavega.
Eitthvað hafa þeir hjá Grundfos þó ruglast á tölfræðinni en þeir höfðu þó rétt fyrir sér með hraðan á kraftmesta skotinu sem Viktor Gísli varði í gær. Það mældist á 113 kílómetra hraða á klukkustund.
He's the youngest @grundfos player of the match so far - Viktor Gisli Hallgrimsson is having a superb tournament for @HSI_Iceland#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/3LMENRayVR
— EHF EURO (@EHFEURO) January 21, 2020