Handbolti

Viggó: Leiðinlegt að tapa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Viggó Kristjánsson átti aftur góðan leik með íslenska landsliðinu á EM í handbolta en Ísland tapaði í dag fyrir Noregi með þriggja marka von.

Ísland byrjaði illa í leiknum og lenti 7-0 undir. En strákarnir gáfust aldrei upp.

„Við spiluðum mjög vel síðustu 45 mínútur leiksins, beggja megin vallarins. Það er það jákvæða við þennan leik,“ sagði Viggó sem kom sterkur inn á þeim kafla.

„Það var búið að fara yfir það að ég þyrfti að koma inn af krafti. Ég náði að negla nokkrum sinnum á það og ég er því þokkalega sáttur.“

„Ég er ánægður með þau tækifæri sem ég hef fengið. Það er frábært að geta stutt við Lexa, hann er búinn að vera frábær í þessu móti.“

Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og þeir stóðu sig vel.

„Við vorum flottir í seinni hálfleik, í vörn og Viktor líka í markinu. En það er leiðinlegt að tapa, það er lítið hægt að gera í því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×