Enski boltinn

Solskjær um tapið fyrir Liverpool: „Sýnir að við erum á réttri leið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norðmaðurinn er þess fullviss að Manchester United sé á réttri leið.
Norðmaðurinn er þess fullviss að Manchester United sé á réttri leið. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið sé á réttri leið og hafi sýnt það í tapinu fyrir Liverpool á sunnudaginn.

„Við töpuðum fyrir Liverpool, liði sem þið allir segið að sé frábært, og við vorum inni í leiknum allt til loka,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag.

„Það sýnir að við erum að taka skref fram á við. Við erum vonsviknir með tapið og viljum ekki vera á eftir Liverpool en við sýndum að við erum á réttri leið.“

Eftir tapið fyrir Liverpool gagnrýndi Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, Ed Woodward, stjórnarformann félagsins, harkalega og sagði að hann hefði klúðrað ótal leikmannakaupum á undanförnum árum.

„Við leitum alltaf leiða til að bæta hópinn og félagið en þetta er ekki rétti tíminn til að tala um félagaskipti,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í ummæli Nevilles.

United, sem er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Burnley á Old Trafford annað kvöld.


Tengdar fréttir

Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford

Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×