Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 17:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustól Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. Heilbrigðismál og staðan í efnahagsmálum voru meðal þess sem var forsætisráðherra ofarlega í huga. Við upphaf ræðu sinnar vakti Katrín jafnframt máls á því að líklega verði náttúruöflin, einkum í ljósi snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum í síðustu viku og óveðursins í desember, verði ofarlega á baugi í umræðum á Alþingi á næstunni en nú stendur einmitt yfir fyrsti þingfundur þessa árs. Katrín vék þá máli sínu næst að stöðunni í efnahagsmálum. „Það liggur fyrir að eftir fall WOW air á síðasta ári, og þær afleiðingar sem það hafði til að mynda í ferðaþjónustu, hefur kólnað í hagkerfinu. Lífskjarasamningar sem náðust hins vegar í vor, munu hjálpa okkur til þess að ná því sem oft hefur verið kallað mjúk lending í efnahagsmálum. Það er búist við því að samdrátturinn í vergri landsframleiðslu í hagkerfinu árið 2019 verði um 0,2%. Það sem við erum að sjá er að afleiðingar þessarar kólnunar birtast einna helst á vinnumarkaði þar sem við erum að sjá verulegan fjölda atvinnulausra,“ sagði Katrín. Hins vegar sé verðbólga nærri verðbólgumarkmiði sem bendi til þess að samdráttur verði ekki langvarandi. Þá sagði Katrín að ýmis viðbrögð ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafi borið árangur, til að mynda aðkoma stjórnvalda að lífskjarasamningunum svokölluðu og minntist hún á það að nýlega hafi vefurinn tekjusagan.is verið uppfærður. „Það sem við sjáum á árinu 2018 er að ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna eru að aukast. Ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna hafa aldrei verið hærri en á árinu 2018 hjá eldri borgurum, hjónum og sambúðarfólki, einstæðum foreldrum og einstæðum konum. Ráðstöfunartekjur einstæðra karla voru hins vegar hærri fyrir hrun en árið 2018. Bætur frá ríki og sveitarfélögum til einstæðar mæðra hafa ekki áður verið hærri og ráðstöfunartekjur að teknu tilliti til fjármagnstekna aukast hlutfallslega mest hjá neðstu tekjutíundinni en minnka hjá efstu tekjutíundinni,“ sagði Katrín meðal annars. Opinber fjárfesting enn ekki náð sögulegu meðaltali Katrín sagði krefjandi áskoranir blasa við við gerð fjármálaáætlunar á tímum þar sem tilefni sé til að efla opinbera fjárfestingu. „Ekki bara vegna kólnun í hagkerfi heldur líka vegna augljósrar uppsafnaðrar þarfar víða í okkar innviðum og okkar kerfi. Þessi ríkisstjórn hefur raunar aukið opinberar fjárfestingar um 45% frá því hún tók við. Kynni einhverjum að þykja það há tala en það breytir því ekki að við erum enn rétt að nálgast sögulegt meðaltal vegna stöðunnar áður en núverandi ríkisstjórn tók við og sömuleiðis liggur fyrir að þörfin er mikil,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig stöðuna í heilbrigðiskerfinu og fjárveitingar til heilbrigðismála. Hún sagði framlög í þeim málaflokki á þessu ári verða 245 milljarðar en árið 2017 hafi þau verið 206 milljarðar á föstu verðlagi, fyrir utan fjárfestingu. Aukningin hafi verið mest til heilsugæslunnar en aukning til reksturs Landspítalans hafi verið 12%. Tillögur átakshóps vegna óveðursins væntanlegar Undir lok ræðu sinnar minntist Katrín þess að átakshópur sem skipaður var í kjölfar óveðursins í desember muni skila af sér tillögum í lok febrúar. Átakshópurinn muni jafnframt funda með hlutaðeigandi þingnefndum áður en tillögurnar verða kynntar. „Ég veit það sömuleiðis að sveitarstjórnarmenn hafa átt fundi með hópnum sem og sérfræðingar um land allt. Snjóflóðin sem féllu núna í janúar og minna okkur síðan enn og aftur á náttúruöflin og þar hefur mikið verið rætt um ofanflóðasjóð á undanförnum dögum,“ sagði Katrín. Hún sagði að þegar fjárveitingar til ofanflóðasjóðs séu skoðaðar komi í ljós að þar hafi ýmislegt gengið á. „Þær fjárveitingar hafa tekið mið af þróun efnahagsmála á hverjum tíma. Það hafa ansi margar ríkisstjórnir komið að því máli. Þess vegna segi ég að í þessum málum þurfum við að horfa fram á veg. Við sjáum fram á að það er um það bil 20 milljarða framkvæmdir sem þarf að ráðast í til þess að þessum málum sé búið með fullnægjandi hætti. Ég hef trú á því að við séum öll sammála um það í þessum sal að við getum gert það mun hraðar en gert hefur verið hingað til,“ sagði Katrín. Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. Heilbrigðismál og staðan í efnahagsmálum voru meðal þess sem var forsætisráðherra ofarlega í huga. Við upphaf ræðu sinnar vakti Katrín jafnframt máls á því að líklega verði náttúruöflin, einkum í ljósi snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum í síðustu viku og óveðursins í desember, verði ofarlega á baugi í umræðum á Alþingi á næstunni en nú stendur einmitt yfir fyrsti þingfundur þessa árs. Katrín vék þá máli sínu næst að stöðunni í efnahagsmálum. „Það liggur fyrir að eftir fall WOW air á síðasta ári, og þær afleiðingar sem það hafði til að mynda í ferðaþjónustu, hefur kólnað í hagkerfinu. Lífskjarasamningar sem náðust hins vegar í vor, munu hjálpa okkur til þess að ná því sem oft hefur verið kallað mjúk lending í efnahagsmálum. Það er búist við því að samdrátturinn í vergri landsframleiðslu í hagkerfinu árið 2019 verði um 0,2%. Það sem við erum að sjá er að afleiðingar þessarar kólnunar birtast einna helst á vinnumarkaði þar sem við erum að sjá verulegan fjölda atvinnulausra,“ sagði Katrín. Hins vegar sé verðbólga nærri verðbólgumarkmiði sem bendi til þess að samdráttur verði ekki langvarandi. Þá sagði Katrín að ýmis viðbrögð ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafi borið árangur, til að mynda aðkoma stjórnvalda að lífskjarasamningunum svokölluðu og minntist hún á það að nýlega hafi vefurinn tekjusagan.is verið uppfærður. „Það sem við sjáum á árinu 2018 er að ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna eru að aukast. Ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna hafa aldrei verið hærri en á árinu 2018 hjá eldri borgurum, hjónum og sambúðarfólki, einstæðum foreldrum og einstæðum konum. Ráðstöfunartekjur einstæðra karla voru hins vegar hærri fyrir hrun en árið 2018. Bætur frá ríki og sveitarfélögum til einstæðar mæðra hafa ekki áður verið hærri og ráðstöfunartekjur að teknu tilliti til fjármagnstekna aukast hlutfallslega mest hjá neðstu tekjutíundinni en minnka hjá efstu tekjutíundinni,“ sagði Katrín meðal annars. Opinber fjárfesting enn ekki náð sögulegu meðaltali Katrín sagði krefjandi áskoranir blasa við við gerð fjármálaáætlunar á tímum þar sem tilefni sé til að efla opinbera fjárfestingu. „Ekki bara vegna kólnun í hagkerfi heldur líka vegna augljósrar uppsafnaðrar þarfar víða í okkar innviðum og okkar kerfi. Þessi ríkisstjórn hefur raunar aukið opinberar fjárfestingar um 45% frá því hún tók við. Kynni einhverjum að þykja það há tala en það breytir því ekki að við erum enn rétt að nálgast sögulegt meðaltal vegna stöðunnar áður en núverandi ríkisstjórn tók við og sömuleiðis liggur fyrir að þörfin er mikil,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig stöðuna í heilbrigðiskerfinu og fjárveitingar til heilbrigðismála. Hún sagði framlög í þeim málaflokki á þessu ári verða 245 milljarðar en árið 2017 hafi þau verið 206 milljarðar á föstu verðlagi, fyrir utan fjárfestingu. Aukningin hafi verið mest til heilsugæslunnar en aukning til reksturs Landspítalans hafi verið 12%. Tillögur átakshóps vegna óveðursins væntanlegar Undir lok ræðu sinnar minntist Katrín þess að átakshópur sem skipaður var í kjölfar óveðursins í desember muni skila af sér tillögum í lok febrúar. Átakshópurinn muni jafnframt funda með hlutaðeigandi þingnefndum áður en tillögurnar verða kynntar. „Ég veit það sömuleiðis að sveitarstjórnarmenn hafa átt fundi með hópnum sem og sérfræðingar um land allt. Snjóflóðin sem féllu núna í janúar og minna okkur síðan enn og aftur á náttúruöflin og þar hefur mikið verið rætt um ofanflóðasjóð á undanförnum dögum,“ sagði Katrín. Hún sagði að þegar fjárveitingar til ofanflóðasjóðs séu skoðaðar komi í ljós að þar hafi ýmislegt gengið á. „Þær fjárveitingar hafa tekið mið af þróun efnahagsmála á hverjum tíma. Það hafa ansi margar ríkisstjórnir komið að því máli. Þess vegna segi ég að í þessum málum þurfum við að horfa fram á veg. Við sjáum fram á að það er um það bil 20 milljarða framkvæmdir sem þarf að ráðast í til þess að þessum málum sé búið með fullnægjandi hætti. Ég hef trú á því að við séum öll sammála um það í þessum sal að við getum gert það mun hraðar en gert hefur verið hingað til,“ sagði Katrín.
Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira