Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 17:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni. Alþingi Samfylkingin Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann benti á að ríkisstjórnin væri kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og sagði talsmenn ríkisstjórnarinnar gjarnan stæra sig af því að hafa stuðlað að mikilli lífskjarasókn og innviðauppbyggingu auk aðgerða í loftslagsmálum. Logi vildi þó ekki meina að mikil innistæða væri fyrir fullyrðingum af þeim toga. „Hagvöxtur er horfinn og atvinnuleysi hefur tvöfaldast. Það ríkir neyðarástand bráðamóttökunni og heilbrigðiskerfið allt er vanfjármagnað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist. Málefni útlendinga eru í ólestri. Veiðileyfagjöld eru orðin helmingi lægri en þegar ríkisstjórnin tók við. Öryrkjar og eldri borgarar hafa dregist enn lengra aftur úr öðrum hópum og dómskerfið okkar er í uppnámi og Ísland er á gráum lista,“ sagði Logi. Segir heilbrigðis- og menntakerfið í ólestri Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja sig ekki fram við að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Hann gerði stöðuna í heilbrigðiskerfinu sérstaklega að umræðuefni og gagnrýndi hversu hægt hafi gengið að ná kjarasamningum við ýmsar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir. „Þá er heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ógnað, jafnvel á stöðum sem reynslan sýnir að geta verið einangraðir frá höfuðborginni svo dögum skiptir,“ sagði Logi sem vék máli sínu næst að menntakerfinu. Þar sé af mörgu að taka og gera þurfi betur. „Fjórðungur barna fá ekki viðunandi hjálp heima - innflytjendur hér koma mun verr út en á hinum Norðurlöndunum. Hvort sem horft er til fyrstu eða annarrar kynslóðar. Þetta eru börn fólks sem hefur lagt þungt lóð á vogaskálar efnahaglífsins. Börn sem búa við fátækt koma einnig verr út,“ sagði Logi meðal annars. Hlýnun jarðar stærsta mál heimsbyggðarinnar Logi sagði ljóst að hlýnun jarðar og afleiðingar sem henni fylgja vera stærsta málið sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. Kallaði hann eftir því að íslensk stjórnvöld settu sér metnaðarfyllri markmið í þeim efnum, jafnvel þótt það kunni að þýða aðgerðir sem séu íþyngjandi fyrir almenning. „Framtíðaráskoranir eins og loftslagsbreytingar og tæknibyltingin eiga eftir að hafa áhrif á líf okkar, vinnu og velsæld. Næstu ár verða að vera helguð því að tryggja öllum viðunandi kjör og að breytingarnar hafi meiri jöfnuð og hamingju í för með sér,“ sagði Logi. Segir tíma kominn fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokksins Það er ljóst af ræðu Loga að hann hefur ekki mikla trú á núverandi ríkisstjórn. „Sitjandi ríkisstjórn er kolfallinn samkvæmt öllum könnunum. Og þótt kannanir séu eitt og kosningar annað er ekki vafamál að almennt hefur fólk ekki traust eða trú á að ríkisstjórnarsamstarf um kyrrstöðu og skaðaminnkun sé rétta svarið,“ sagði Logi. Þótt eflaust sé hægt að ná saman um stór hagsmunamál sé þó erfitt að mæta mörgum af stærstu áskorunum samtímans með málamiðlunum í ríkisstjórn þar sem flokkar séu ósamstíga. „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins - fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi og bætti við að Samfylkingin væri tilbúin í slíkt verkefni.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira