Handbolti

Guðjón Valur: Við erum með Aron en þeir eru með Sagosen

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðjón Valur á blaðamannafundi í gær.
Guðjón Valur á blaðamannafundi í gær. vísir/andri marinó

Leikur Íslands og Noregs í kvöld verður mjög áhugaverður og þar mætast líka tveir af bestu handboltamönnum heims, Aron Pálmarsson og Sander Sagosen.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson þekkir báða leikmenn vel. Spilaði lengi með Aroni og er nú að spila með Sagosen hjá PSG.

„Þeir eru með frábært lið og ég er hrifinn af þeim. Svo fæ ég að upplifa Sander Sagosen á hverjum degi. Ég hef sagt að við séum með Aron en þeir eru með Sander. Sjá hvernig hann vinnur er flott. Hann er alltaf til í að taka á því og axla ábyrgð. Hann er alltaf tilbúinn,“ segir Guðjón Valur en Sagosen hefur verið frábær á EM eins og í síðustu mótum.

„Þeir eru líka með fleiri góða leikmenn þó svo Sagosen beri af. Við verðum að vera klárir á þá alla. Það hefur verið áhugavert og gaman að fylgjast með því sem Norðmenn hafa verið að gera síðustu árin.“

Klippa: Guðjón Valur um Norðmenn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×